West Ham bjargaði sér fyrir horn gegn liði úr sjöttu deild Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. febrúar 2022 15:11 Declan Rice jafnaði metin fyrir West Ham á ögurstundu í dag. David Davies/PA Images via Getty Images Öskubuskuævintýri Kidderminster Harriers í FA-bikarnum í fótbolta er á enda eftir að liðið tapaði 2-1 gegn úrvalsdeildarliði West Ham í dag. Jarrod Bowen skoraði sigurmarkið með seinustu spyrnu leiksins í framlengingu. fyrsta mark leiksins skoraði Alex Penny eftir tæplega tuttugu mínútna leik þegar hann kom boltanum í netið eftir darraðardans í teignum. Eins og gefur að skilja varð allt vitlaust á heimavelli Kidderminster þar sem leikurinn fór fram þegar boltinn hafnaði í netinu. Gestirnir í West Ham sóttu án afláts það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að jafna fyrir hlé. Sama má segja um síðari hálfleikinn. Lundúnaliðið sótti og sótti, en vörn heimamanna hélt vel. Leikmenn Kidderminster náðu að skapa hættu fyrir framan mark West ham í örfá skipti í síðari hálfleik og þá helst eftir langar aukaspyrnur af miðjum velli. Það var ekki fyrr en á fyrstu mínútu uppbótartíma að gestirnir í West Ham náðu að jafna þegar Declan Rice prjónaði sig í gegnum vörnina og kláraði færið vel fram hjá Luke Simpson í marki Kidderminster. Staðan eftir uppgefinn uppbótartíma var því 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Enn sóttu gestirnir frá Lundúnum án afláts, en hetjuleg barátta varnarlínu Kidderminster virtist ætla að duga. Það var ekki fyrr en í uppbótartíma framlengingar að Jarrod Bowen tryggði sigurinn fyrir gestina í West Ham með seinustu spyrnu leiksins. West Ham verður því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins, en leikmenn Kidderminster Harriers fara að eiunbeta sér að sjöttu deildinni. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira
fyrsta mark leiksins skoraði Alex Penny eftir tæplega tuttugu mínútna leik þegar hann kom boltanum í netið eftir darraðardans í teignum. Eins og gefur að skilja varð allt vitlaust á heimavelli Kidderminster þar sem leikurinn fór fram þegar boltinn hafnaði í netinu. Gestirnir í West Ham sóttu án afláts það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að jafna fyrir hlé. Sama má segja um síðari hálfleikinn. Lundúnaliðið sótti og sótti, en vörn heimamanna hélt vel. Leikmenn Kidderminster náðu að skapa hættu fyrir framan mark West ham í örfá skipti í síðari hálfleik og þá helst eftir langar aukaspyrnur af miðjum velli. Það var ekki fyrr en á fyrstu mínútu uppbótartíma að gestirnir í West Ham náðu að jafna þegar Declan Rice prjónaði sig í gegnum vörnina og kláraði færið vel fram hjá Luke Simpson í marki Kidderminster. Staðan eftir uppgefinn uppbótartíma var því 1-1 og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Enn sóttu gestirnir frá Lundúnum án afláts, en hetjuleg barátta varnarlínu Kidderminster virtist ætla að duga. Það var ekki fyrr en í uppbótartíma framlengingar að Jarrod Bowen tryggði sigurinn fyrir gestina í West Ham með seinustu spyrnu leiksins. West Ham verður því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins, en leikmenn Kidderminster Harriers fara að eiunbeta sér að sjöttu deildinni. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira