Manchester United úr leik eftir vítaspyrnukeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2022 23:00 Anthony Elanga klikkaði á áttundu spyrnu Manchester United í kvöld. Alex Livesey/Getty Images Manchester United er úr leik í FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að venjulegum leiktíma og framlengingu lokinni var 1-1, en Middlesbrough hafði betur í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Manchester United er úr leik í FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að venjulegum leiktíma og framlengingu lokinni var 1-1, en Middlesbrough hafði betur í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Heimamenn í Manchester United sýndu mikla yfirburði í upphafi leiks og ætluðu sér greinilega að reyna að gera út um leikinn snemma. Jadon Sancho átti skot í slá strax á annarri mínútu eftir klaufagang í öftustu línu gestanna, en inn vildi boltinn ekki. Cristiano Ronaldo fékk svo tækifæri til að koma heimamönnum yfir af vítapunktinum eftir tuttugu mínútna leik, en spyrna hans sigldi fram hjá markinu. Fyrsta mark leiksins leit þó dagsins ljós fimm mínútum síðar þegar Jadon Sancho kláraði vel fram hjá Joe Lumley í marki gestanna eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes. Þrátt fyrir þunga pressu United það sem eftir lifði fyrri hálfleiks tókst þeim ekki að bæta við forystu sína og því var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn sóttu án afláts í síðari hálfleik líkt og þeim fyrri, en eins og fyrir hlé gekk illa að koma boltanum í netið. Það var því líklega eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar Matt Crooks jafnaði fyrir gestina á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá varamanninum Duncan Watmore. Watmore fékk reyndar boltann augljóslega í höndina áður en hann kom honum á Crooks, en þrátt fyrir það fékk markið að standa, heimamönnum til lítillar skemmtunar. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til þess að finna sigurmarkið og besta færið fengu þeir til þess á 72. mínútu. Markvörður Middlebrough, Joe Lumley, átti þá afleita sendingu úr teignum beint á Bruno Fernandes sem hafði allt heimsins pláss einn á móti markmanni. Fernandes setti boltann þó í stöngina og gestirnir sluppu með skrekkinn enn eina ferðina. Staðan var því enn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þrátt fyrir stanslausa sókn heimamanna í framlengingunni tókst þeim ekki að skora og var vítaspyrnukeppni það eina í stöðunni til að skera úr um sigurvegara. Paddy McNair var fyrstur á punktinn fyrir gestina og hann setti boltann af öryggi fram hjá Dean Henderson. Juan Mata svaraði í sömu mynt fyri United og staðan 1-1 í vítaspyrnukeppninni. Bæði lið skoruðu úr næstu þremur spyrnum og því var komið að lokaumferðinni. Souleymane Bamba skoraði af miklu öryggi og setti pressuna yfir á Bruno Fernandes. Portúgalinn er ekki þekktur fyrir að klikka á vítum og hann jafnaði fyrir heimamenn og því var komið að bráðabana. Duncan Watmore skoraði fyrir Middlebrough og Scott McTominay jafnaði. Bæði lið skoruðu úr sjöundu spyrnum sínum og Lee Peltier skoraði úr áttundu spyrnu Middlesbrough. Anthony Elanga var áttunda vítaskytta Manchester United á punktinn, en spyrna hans fór himinhátt yfir þverslána og gestirnir frá Middlesbrough fögnuðu sigri. Það verður því Middlesbrough sem verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Manchester United er úr leik í FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að venjulegum leiktíma og framlengingu lokinni var 1-1, en Middlesbrough hafði betur í vítaspyrnukeppninni sem fór alla leið í bráðabana. Heimamenn í Manchester United sýndu mikla yfirburði í upphafi leiks og ætluðu sér greinilega að reyna að gera út um leikinn snemma. Jadon Sancho átti skot í slá strax á annarri mínútu eftir klaufagang í öftustu línu gestanna, en inn vildi boltinn ekki. Cristiano Ronaldo fékk svo tækifæri til að koma heimamönnum yfir af vítapunktinum eftir tuttugu mínútna leik, en spyrna hans sigldi fram hjá markinu. Fyrsta mark leiksins leit þó dagsins ljós fimm mínútum síðar þegar Jadon Sancho kláraði vel fram hjá Joe Lumley í marki gestanna eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes. Þrátt fyrir þunga pressu United það sem eftir lifði fyrri hálfleiks tókst þeim ekki að bæta við forystu sína og því var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn sóttu án afláts í síðari hálfleik líkt og þeim fyrri, en eins og fyrir hlé gekk illa að koma boltanum í netið. Það var því líklega eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar Matt Crooks jafnaði fyrir gestina á 64. mínútu eftir stoðsendingu frá varamanninum Duncan Watmore. Watmore fékk reyndar boltann augljóslega í höndina áður en hann kom honum á Crooks, en þrátt fyrir það fékk markið að standa, heimamönnum til lítillar skemmtunar. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til þess að finna sigurmarkið og besta færið fengu þeir til þess á 72. mínútu. Markvörður Middlebrough, Joe Lumley, átti þá afleita sendingu úr teignum beint á Bruno Fernandes sem hafði allt heimsins pláss einn á móti markmanni. Fernandes setti boltann þó í stöngina og gestirnir sluppu með skrekkinn enn eina ferðina. Staðan var því enn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þrátt fyrir stanslausa sókn heimamanna í framlengingunni tókst þeim ekki að skora og var vítaspyrnukeppni það eina í stöðunni til að skera úr um sigurvegara. Paddy McNair var fyrstur á punktinn fyrir gestina og hann setti boltann af öryggi fram hjá Dean Henderson. Juan Mata svaraði í sömu mynt fyri United og staðan 1-1 í vítaspyrnukeppninni. Bæði lið skoruðu úr næstu þremur spyrnum og því var komið að lokaumferðinni. Souleymane Bamba skoraði af miklu öryggi og setti pressuna yfir á Bruno Fernandes. Portúgalinn er ekki þekktur fyrir að klikka á vítum og hann jafnaði fyrir heimamenn og því var komið að bráðabana. Duncan Watmore skoraði fyrir Middlebrough og Scott McTominay jafnaði. Bæði lið skoruðu úr sjöundu spyrnum sínum og Lee Peltier skoraði úr áttundu spyrnu Middlesbrough. Anthony Elanga var áttunda vítaskytta Manchester United á punktinn, en spyrna hans fór himinhátt yfir þverslána og gestirnir frá Middlesbrough fögnuðu sigri. Það verður því Middlesbrough sem verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit FA-bikarsins. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira