Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. febrúar 2022 23:33 Vörubílstjórar hafa lokað vegum í Kanada í mótmælaskyni. AP News Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. Lögreglan segist ekki hafa burði í að fjarlægja mótmælendurnar en mótmælendur hafa komið fyrir tugum vörubíla á vegum Kanada nærri landamærum Bandaríkjanna. Bílarnir hindra flutning matvæla og annarra vara yfir landamærin. Lögreglustjóri Ottawaborgar telur að til þess gæti komið að lögregla þurfi því að kalla út herinn til aðstoðar. Hann hefur þó áhyggjur af því að þá fyrst gæti komið til átaka enda kunni mótmælendur að vera vopnaðir. Guardian segir frá. Lögreglustjórinn segir að hópur í Bandaríkjunum komi að skipulagningu og fjármögnun mótmælanna en stuðningsmenn mótmælanna víðsvegar um heim hafa safnað tæplega átta milljónum dollara á styrktarsíðunni GoFundMe, til fjármögnunar mótmælanna. Sú sem stendur fyrir söfnuninni á netinu hefur áður sagt að bóluefni séu notuð til þess að „fækka fólki af hvíta kynstofninum,“ eins og segir í frétt Guardian. Íbúar í Ottawa og nærliggjandi bæjum eru orðnir langþreyttir á mótmælunum. Vörubílstjórar þeyti lúðra stanslaust og verslanir og fyrirtæki hafi þurft að loka dyrum sínum vegna mótmælanna. Mótmælendurnir gáfu út yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þeir sögðust skilja pirring íbúa en haldi þó fastir við sitt. Vörubílarnir fari hvergi fyrr en stjórnvöld bregðist við ákallinu. Bandaríkin Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hernaður Tengdar fréttir Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Lögreglan segist ekki hafa burði í að fjarlægja mótmælendurnar en mótmælendur hafa komið fyrir tugum vörubíla á vegum Kanada nærri landamærum Bandaríkjanna. Bílarnir hindra flutning matvæla og annarra vara yfir landamærin. Lögreglustjóri Ottawaborgar telur að til þess gæti komið að lögregla þurfi því að kalla út herinn til aðstoðar. Hann hefur þó áhyggjur af því að þá fyrst gæti komið til átaka enda kunni mótmælendur að vera vopnaðir. Guardian segir frá. Lögreglustjórinn segir að hópur í Bandaríkjunum komi að skipulagningu og fjármögnun mótmælanna en stuðningsmenn mótmælanna víðsvegar um heim hafa safnað tæplega átta milljónum dollara á styrktarsíðunni GoFundMe, til fjármögnunar mótmælanna. Sú sem stendur fyrir söfnuninni á netinu hefur áður sagt að bóluefni séu notuð til þess að „fækka fólki af hvíta kynstofninum,“ eins og segir í frétt Guardian. Íbúar í Ottawa og nærliggjandi bæjum eru orðnir langþreyttir á mótmælunum. Vörubílstjórar þeyti lúðra stanslaust og verslanir og fyrirtæki hafi þurft að loka dyrum sínum vegna mótmælanna. Mótmælendurnir gáfu út yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þeir sögðust skilja pirring íbúa en haldi þó fastir við sitt. Vörubílarnir fari hvergi fyrr en stjórnvöld bregðist við ákallinu.
Bandaríkin Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hernaður Tengdar fréttir Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23