Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2022 20:23 Fjölmargir hafa mælt bólusetningarskyldu vörubílstjóra í Ottowa í Kanada síðustu daga. EPA-EFE/ANDRE PICHETTE Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. Mótmælendurnir, sem ganga undir nafninu “Freedom Convoy” eða „Frelsislestin,“ gagnrýna bólusetningarskyldu harðlega. Kanadamenn hafa gripið til harðra takmarkana í faraldrinum en stjórnvöld í kanadíska fylkinu Québec hafa meðal annars ákveðið að skattleggja óbólusetta. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram að mestu leyti en lögregla hefur nokkur mál til rannsóknar þar sem mótmælendur eiga að hafa borið merki nasista. Þá hafa einnig verið myndbönd af konu í dreifingu á samfélagsmiðlum, sem dansaði á minnisvarða fallinna hermanna. Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada segir mótmælin „móðgun við söguna og sannleikann,“ og hefur ekki viljað fara á fund mótmælenda. „Tjáningarfrelsið, réttur til mótmæla og samkoma er hornsteinn lýðræðisins. Merki nasista, rasismi og vanhelgun minnisvarða er það ekki. Ég legg áherslu á að standa með þjóðinni og koma okkur í gegnum þennan faraldur,“ segir Trudeau. Candice Bergen, leiðtogi Íhaldsflokksins í Kanada, segir að mótmælendurnir eigi rétt á því að hlustað verði á þá: „Mótmælendurnir hafa rétt á virðingu. Milljónir Kanadabúa eru orðnir langþreyttir á útgöngubanni og brostnum loforðum,“ segir Bergen í stjórnarandstöðu. Mótmælin má rekja til nýrra reglna um skyldu óbólusettra vörubílstjóra til að einangra sig við komu til Kanada frá Bandaríkjunum. Um 90 prósent vörubílstjóra í Kanada eru bólusettir en reglurnar nýju eiga að hafa verið kornið sem fyllti mælinn, að því er fram kemur hjá Breska ríkisútvarpinu. Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Sjá meira
Mótmælendurnir, sem ganga undir nafninu “Freedom Convoy” eða „Frelsislestin,“ gagnrýna bólusetningarskyldu harðlega. Kanadamenn hafa gripið til harðra takmarkana í faraldrinum en stjórnvöld í kanadíska fylkinu Québec hafa meðal annars ákveðið að skattleggja óbólusetta. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram að mestu leyti en lögregla hefur nokkur mál til rannsóknar þar sem mótmælendur eiga að hafa borið merki nasista. Þá hafa einnig verið myndbönd af konu í dreifingu á samfélagsmiðlum, sem dansaði á minnisvarða fallinna hermanna. Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada segir mótmælin „móðgun við söguna og sannleikann,“ og hefur ekki viljað fara á fund mótmælenda. „Tjáningarfrelsið, réttur til mótmæla og samkoma er hornsteinn lýðræðisins. Merki nasista, rasismi og vanhelgun minnisvarða er það ekki. Ég legg áherslu á að standa með þjóðinni og koma okkur í gegnum þennan faraldur,“ segir Trudeau. Candice Bergen, leiðtogi Íhaldsflokksins í Kanada, segir að mótmælendurnir eigi rétt á því að hlustað verði á þá: „Mótmælendurnir hafa rétt á virðingu. Milljónir Kanadabúa eru orðnir langþreyttir á útgöngubanni og brostnum loforðum,“ segir Bergen í stjórnarandstöðu. Mótmælin má rekja til nýrra reglna um skyldu óbólusettra vörubílstjóra til að einangra sig við komu til Kanada frá Bandaríkjunum. Um 90 prósent vörubílstjóra í Kanada eru bólusettir en reglurnar nýju eiga að hafa verið kornið sem fyllti mælinn, að því er fram kemur hjá Breska ríkisútvarpinu.
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Sjá meira