Veður

Frost á öllu landinu og sums staðar lúmsk og hættu­leg hálka

Atli Ísleifsson skrifar
Veðurstofan spáir breytilegri átt í dag, þrjá til átta metra á sekúndu, og bjart með köflum í flestum landshlutum.
Veðurstofan spáir breytilegri átt í dag, þrjá til átta metra á sekúndu, og bjart með köflum í flestum landshlutum. Vísir/Vilhelm

Frost er nú á öllu landinu, og á þeim slóðum þar sem hlánaði í gær gæti lúmsk hálka verið hættuleg fram að hádegi, til að mynda á suðvesturhorninu landsins.

Veðurstofan spáir breytilegri átt í dag, þrjá til átta metra á sekúndu, og bjart með köflum í flestum landshlutum, en norðvestan tíu til átján metrar og stöku él á norðaustanverðu landinu og við austurströndina.

„Dregur úr úrkomu þar í kvöld en þá koma nokkrir éljabakkar inn á landið suðvestanvert. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum.

Á morgun verður víða suðvestlæg átt 5-10 en norðaustan 8-13 á Vestfjörðum. Él á vesturhelmingi landsins en annars yfirleitt bjart og þurrt. Áfram kalt í veðri.

Á fimmtudag verður norðlæg átt með snjókomu fyrir norðan, en bjart og þurrt sunnantil. Frost 0 til 8 stig yfir daginn.“

Spákortið fyrir klukkan 15.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðvestlæg átt 5-10 m/s, en norðaustan 8-13 á Vestfjörðum. Víða él, en þurrt og bjart norðaustan- og austanlands fram á kvöld. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðaustantil.

Á fimmtudag: Gengur í norðan 10-18 með snjókomu eða éljum, en þurrt að kalla á sunnanverðu landinu. Frost 3 til 9 stig.

Á föstudag: Norðvestan 10-15 og dálítil él um landið norðaustanvert, en hægari vindur og léttskýjað sunnan- og vestantil. Áfram kalt í veðri. Vaxandi austanátt og fer að snjóa suðvestanlands seint um kvöldið.

Á laugardag: Breytilegar áttir og snjókoma eða él í flestum landshlutum. Kalt áfram.

Á sunnudag: Norðlæg átt og snjókuma á norðanverðu landinu, en yfirleitt þurrt og bjart sunnantil. Frost 3 til 10 stig.

Á mánudag: Útlit fyrir suðaustlæga átt með snjókomu og síðar slyddu og rigningu. Hlýnandi veður, hiti 0 til 5 stig um kvöldið en sums staðar undir frostmarki norðantil.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.