Óttast nýjar tilraunir með langdrægar eldflaugar Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2022 09:29 Þessar myndir birti ríkismiðill Norður-Kóreu en þær eiga að sýna tilraunaskot Hwasong 12 eldflaugar um helgina. Kóreumenn hafa ekki skotið svo stórri eldflaug á loft frá 2017. EPA/KCNA Yfirvöld í Kína staðfestu í morgun að meðaldrægri eldflaug, sem gæti verið skotið að Gvam, hafi verið skotið á loft um helgina. Þetta var stærsta og langdrægasta eldflaug sem Kóreumenn gera tilraunir með um árabil. Eldflaugin kallast Hwasong-12 en talið er að hægt sé að skjóta henni að skotmörkum í rúmlega fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Í yfirlýsingu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, segir að tilraunaskotið hafi gengið út á að tryggja öryggi eldflaugarinnar. Myndir sem fylgdu yfirlýsingunni eiga að sýna að eldflaugin hafi farið út í geim. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Japan og Suður-Kóreu að eldflaugin hafi farið í tvö þúsund kílómetra hæð og hún hafi lent í sjónum milli Kóreuskagans og Japans, í um 800 kílómetra fjarlægð frá skotstað. Undanfarnar vikur hafa yfirvöld í Norður-Kóreu skotið fjölda skammdrægra eldflauga á loft. Alls hefur sjö eldflaugum verið skotið frá Norður-Kóreu á undanförnum mánuði en þetta var í fyrsta sinn frá 2017 sem gerð var tilraun með eldflaug af þessari stærð sem getur borið kjarnorkuvopn. Þá var spennan mikil á Kóreuskaga og var það um það leyti sem Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, hét því að mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“. Þá hótuðu Kóreumenn því að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna í Gvam með Hwasong-12 eldflaugum. Sjá einnig: Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Það fæli í sér minnst átta þúsund kílómetra ferðalag. Auk þess þyrfti ríkið að þróa kjarnorkuvopn sem eru í senn kröftug og smá, svo hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum. Þá þyrftu sprengjurnar að vera verulega harðgerðar til þess að þola hitann, titringinn og álagið sem fylgir því að fljúga aftur inn í gufuhvolfið. Þó nokkur ár eru síðan ráðamenn í Norður-Kóreu sögðust fyrst hafa tekist að þróa slík kjarnorkuvopn, en það hefur ekki verið staðfest. Árið 2017 var eldflaugum af gerðinni Hwasong-14 og Hwasong-15 skotið á loft frá Norður-Kóreu en þær gætu mögulega dregið til meginlands Bandaríkjanna. Reuters fréttaveitan hefur eftir bandarískum embættismanni að þar í landi sé óttast að Kóreumenn séu að undirbúa nýjar tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar. Embættismaðurinn sagði blaðamönnum í gær að gripið yrði til aðgerða. Norður-Kórea hefur um árabil verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna áðurnefndra vopnatilrauna, sem eru í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Norður-Kórea Bandaríkin Suður-Kórea Japan Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. 30. janúar 2022 16:11 Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar Ríkisstjórn Norður-Kóreu ætlar mögulega að hefja á nýjan leik tilraunir með langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Sú ákvörðun var tekin á ríkisráðsfundi í vikunni að Kim Jung-un, einræðisherra Norður-Kóreu, íhugaði að hefja tilraunirnar aftur vegna „óvinveittrar stefnu“ Bandaríkjanna í garð einræðisríkisins. 20. janúar 2022 11:05 Skutu eldflaugum í fjórða sinn á mánuði Tveimur eldflaugum var skotið á loft frá frá Norður-Kóreu í nótt. Eldflaugunum var skotið frá flugvellinum í Pyongyang, höfuðborg einræðisríkisins einangraða en þetta var í fjórða sinn á einungis mánuði sem sambærilegar tilraunir eru gerðar. 17. janúar 2022 09:35 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Eldflaugin kallast Hwasong-12 en talið er að hægt sé að skjóta henni að skotmörkum í rúmlega fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Í yfirlýsingu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, segir að tilraunaskotið hafi gengið út á að tryggja öryggi eldflaugarinnar. Myndir sem fylgdu yfirlýsingunni eiga að sýna að eldflaugin hafi farið út í geim. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Japan og Suður-Kóreu að eldflaugin hafi farið í tvö þúsund kílómetra hæð og hún hafi lent í sjónum milli Kóreuskagans og Japans, í um 800 kílómetra fjarlægð frá skotstað. Undanfarnar vikur hafa yfirvöld í Norður-Kóreu skotið fjölda skammdrægra eldflauga á loft. Alls hefur sjö eldflaugum verið skotið frá Norður-Kóreu á undanförnum mánuði en þetta var í fyrsta sinn frá 2017 sem gerð var tilraun með eldflaug af þessari stærð sem getur borið kjarnorkuvopn. Þá var spennan mikil á Kóreuskaga og var það um það leyti sem Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, hét því að mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“. Þá hótuðu Kóreumenn því að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna í Gvam með Hwasong-12 eldflaugum. Sjá einnig: Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Það fæli í sér minnst átta þúsund kílómetra ferðalag. Auk þess þyrfti ríkið að þróa kjarnorkuvopn sem eru í senn kröftug og smá, svo hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum. Þá þyrftu sprengjurnar að vera verulega harðgerðar til þess að þola hitann, titringinn og álagið sem fylgir því að fljúga aftur inn í gufuhvolfið. Þó nokkur ár eru síðan ráðamenn í Norður-Kóreu sögðust fyrst hafa tekist að þróa slík kjarnorkuvopn, en það hefur ekki verið staðfest. Árið 2017 var eldflaugum af gerðinni Hwasong-14 og Hwasong-15 skotið á loft frá Norður-Kóreu en þær gætu mögulega dregið til meginlands Bandaríkjanna. Reuters fréttaveitan hefur eftir bandarískum embættismanni að þar í landi sé óttast að Kóreumenn séu að undirbúa nýjar tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar. Embættismaðurinn sagði blaðamönnum í gær að gripið yrði til aðgerða. Norður-Kórea hefur um árabil verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna áðurnefndra vopnatilrauna, sem eru í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Norður-Kórea Bandaríkin Suður-Kórea Japan Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. 30. janúar 2022 16:11 Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar Ríkisstjórn Norður-Kóreu ætlar mögulega að hefja á nýjan leik tilraunir með langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Sú ákvörðun var tekin á ríkisráðsfundi í vikunni að Kim Jung-un, einræðisherra Norður-Kóreu, íhugaði að hefja tilraunirnar aftur vegna „óvinveittrar stefnu“ Bandaríkjanna í garð einræðisríkisins. 20. janúar 2022 11:05 Skutu eldflaugum í fjórða sinn á mánuði Tveimur eldflaugum var skotið á loft frá frá Norður-Kóreu í nótt. Eldflaugunum var skotið frá flugvellinum í Pyongyang, höfuðborg einræðisríkisins einangraða en þetta var í fjórða sinn á einungis mánuði sem sambærilegar tilraunir eru gerðar. 17. janúar 2022 09:35 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. 30. janúar 2022 16:11
Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar Ríkisstjórn Norður-Kóreu ætlar mögulega að hefja á nýjan leik tilraunir með langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Sú ákvörðun var tekin á ríkisráðsfundi í vikunni að Kim Jung-un, einræðisherra Norður-Kóreu, íhugaði að hefja tilraunirnar aftur vegna „óvinveittrar stefnu“ Bandaríkjanna í garð einræðisríkisins. 20. janúar 2022 11:05
Skutu eldflaugum í fjórða sinn á mánuði Tveimur eldflaugum var skotið á loft frá frá Norður-Kóreu í nótt. Eldflaugunum var skotið frá flugvellinum í Pyongyang, höfuðborg einræðisríkisins einangraða en þetta var í fjórða sinn á einungis mánuði sem sambærilegar tilraunir eru gerðar. 17. janúar 2022 09:35