Færast nær draumnum um langdrægar eldflaugar Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2017 10:37 Eldflaug af gerðinni Hwasong-12 sem skotið var á loft á laugardaginn. Vísir/AFP Eldflaugarskot Norður-Kóreu á laugardaginn sýnir að tilraunir einræðisríkisins hafi heppnast og að ríkið sé að ná árangri í þróun langdrægra eldflauga sem mögulega gætu borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Ríkismiðill Norður-Kóreu, KCNA, sagði eldflaugina hafa farið um 787 kílómetra og náð 2.111,5 kílómetra hæð. Samkvæmt Reuters er það í samræmi við yfirlýsingar frá Suður-Kóreu og Japan og flaug eldflaugin, sem er af gerðinni Hwasong-12, lengra og hærra en eldflaugin sem skotið var á loft í febrúar. Það var síðasta tilraun Norður-Kóreu sem heppnaðist. Tveimur eldflaugum var skotið á loft í síðasta mánuði, en þær tilraunir misheppnuðust báðar.Hér má sjá hvaða markmiði yfirvöld Norður-Kóreu vinna að. Það er að þróa eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNewsÞá sagði í yfirlýsingu KCNA að eldflauginni hefði vísvitandi verið miðað hátt á loft, svo hún færi ekki inn fyrir lofthelgi annarra ríkja.Gæti náð til Guam Sérfræðingar segja að ef eldflauginni hefði verið skotið á loft í hefðbundna stefnu gæti hún ferðast minnst fjögur þúsund kílómetra. Það er besti árangur Norður-Kóreu hingað til og með þessum eldflaugum væri hægt að gera árás á herstöð Bandaríkjanna í Guam. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Það fæli í sér minnst átta þúsund kílómetra ferðalag. Auk þess þyrfti ríkið að þróa kjarnorkuvopn sem eru í senn kröftug og smá, svo hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum. Þá þyrftu sprengjurnar að vera verulega harðgerðar til þess að þola hitann, titringinn og álagið sem fylgir því að fljúga aftur inn í gufuhvolfið. Norður-Kórea segir að þeim hafi tekist að þróa slík kjarnorkuvopn, en það hefur ekki verið staðfest. Sérfræðingar segja hins vegar að ferill eldflaugarinnar sýni að slík tilraun hafi verið framkvæmd um helgina. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun hittast á morgun til að ræða nýjasta eldflaugarskot Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08 Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Eldflaugarskot Norður-Kóreu á laugardaginn sýnir að tilraunir einræðisríkisins hafi heppnast og að ríkið sé að ná árangri í þróun langdrægra eldflauga sem mögulega gætu borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Ríkismiðill Norður-Kóreu, KCNA, sagði eldflaugina hafa farið um 787 kílómetra og náð 2.111,5 kílómetra hæð. Samkvæmt Reuters er það í samræmi við yfirlýsingar frá Suður-Kóreu og Japan og flaug eldflaugin, sem er af gerðinni Hwasong-12, lengra og hærra en eldflaugin sem skotið var á loft í febrúar. Það var síðasta tilraun Norður-Kóreu sem heppnaðist. Tveimur eldflaugum var skotið á loft í síðasta mánuði, en þær tilraunir misheppnuðust báðar.Hér má sjá hvaða markmiði yfirvöld Norður-Kóreu vinna að. Það er að þróa eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNewsÞá sagði í yfirlýsingu KCNA að eldflauginni hefði vísvitandi verið miðað hátt á loft, svo hún færi ekki inn fyrir lofthelgi annarra ríkja.Gæti náð til Guam Sérfræðingar segja að ef eldflauginni hefði verið skotið á loft í hefðbundna stefnu gæti hún ferðast minnst fjögur þúsund kílómetra. Það er besti árangur Norður-Kóreu hingað til og með þessum eldflaugum væri hægt að gera árás á herstöð Bandaríkjanna í Guam. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Það fæli í sér minnst átta þúsund kílómetra ferðalag. Auk þess þyrfti ríkið að þróa kjarnorkuvopn sem eru í senn kröftug og smá, svo hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum. Þá þyrftu sprengjurnar að vera verulega harðgerðar til þess að þola hitann, titringinn og álagið sem fylgir því að fljúga aftur inn í gufuhvolfið. Norður-Kórea segir að þeim hafi tekist að þróa slík kjarnorkuvopn, en það hefur ekki verið staðfest. Sérfræðingar segja hins vegar að ferill eldflaugarinnar sýni að slík tilraun hafi verið framkvæmd um helgina. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun hittast á morgun til að ræða nýjasta eldflaugarskot Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08 Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08
Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30