Veður

Stíf suð­læg átt og stormur á norðan­verðu landinu í kvöld

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er hvassviðri eða stormi á norðanverðu landinu seint í kvöld.
Spáð er hvassviðri eða stormi á norðanverðu landinu seint í kvöld. Vísir/RAX

Veðurstofan gerir ráð fyrir stífri suðlægri átt í dag og hvassviðri eða stormi á norðanverðu landinu seint í kvöld.

Súld eða rigning með köflum, einkum vestanlands, en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Spáð er hlýnandi veðri og hita fimm til tólf stig síðdegis.

„Suðvestan 15-23 m/s á morgun, úrkoman verður éljakenndari og það kólnar í veðri. Annað kvöld er útlit fyrir suðvestan storm eða rok með snjókomu eða rigningu, þó síst austanlands. Það væri því gott að huga að lausamunum til að koma í veg fyrir foktjón.

Á laugardag er spáð útstynningi og éljagangi, en slyddu eða rigningu á Suðausturlandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákortið fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Suðvestan 15-23 m/s. Rigning og hiti 5 til 12 stig, en kólnar með éljum fyrir hádegi. Þurrt að kalla um landið NA-vert. Suðvestan stormur eða rok um kvöldið með rigningu eða snjókomu S- og V-lands.

Á laugardag: Minnkandi suðvestanátt, 10-18 m/s seinnipartinn. Él og hiti nálægt frostmarki, en úrkomulítið NA-lands. Slydda eða rigning SA-til með hita 0 til 5 stig.

Á sunnudag: Ákveðin suðvestan- og vestanátt og él, en bjartviðri á A-landi. Frost 0 til 7 stig.

Á mánudag: Sunnanátt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu, fyrst S- og V-lands. Hlýnandi veður.

Á þriðjudag: Vestanátt og snjókoma eða él, en úrkomulítið á A-landi. Hiti í kringum frostmark.

Á miðvikudag: Líkur á sunnanátt með rigningu og hlýnandi veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×