Grunsamlegt veðmálamynstur í kringum gult spjald vekur athygli enska knattspyrnusambandsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. janúar 2022 07:01 Leikmaður Arsenal gæti hafa grætt á tá og fingri er hann nældi sér í gult spjald fyrr á leiktíðinni. Alastair Grant/Getty Images Enska knattspyrnusambandið skoðar nú undarlegt veðmálamynstur í kringum gult spjald sem leikmaður Arsenal fékk fyrr á leiktíðinni. Samkvæmt frétt The Athletic um málið hafa veðmálafyrirtæki látið ensku úrvalsdeildina vita að í ákveðnum leik Arsenal hafi óhemju háar upphæðir verið lagðar undir á að ákveðinn leikmaður liðsins myndi fá gult spjald. „Enska knattspyrnusambandið veit af málinu og er að rannsaka það,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Í frétt The Athletic kemur einnig fram að fjölmiðillinn viti um hvaða leikmann er að ræða. Blaðamenn vilji þó ekki gefa það upp sökum persónuverndarlaga. The FA is investigating a yellow card received by an Arsenal player in a Premier League fixture this season, amid concerns of suspicious betting patterns.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 19, 2022 Einnig kemur fram að fjöldi veðmálafyrirtækja hafi staðfest að veðmálamynstrið í kringum gula spjaldið hafi verið mjög óvenjulegt. Veðmál sem þessu eru talin algeng um heim allan en eru einkar sjaldgæf í ensku úrvalsdeildinni þar sem leikmenn þar eru nær allir á mjög svo góðum launum. Samkvæmt tísti frá notendanum Fob_Blog þann 18. desember má sjá að miklar upphæðir voru lagðar undir á að Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, myndi fá gult spjald í leik Leeds United og Arsenal þann sama dag. 65K matched on Xhaka to be carded. Matched on betfair at 2.56 about 10 mins to go. For conetext most books we re about 2.88 PREMATCH. Very strange. Anyone know what that s about? pic.twitter.com/FQRco2Atwe— FoG (@FoG_BLoG) December 18, 2021 Þar kemur fram að tæpar 67 þúsund evrur hafi verið lagðar undir, það gera tæplega 10 milljónir íslenskra króna. Arsenal vann leikinn 4-1 og Xhaka nældi sér í gult spjald þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
Samkvæmt frétt The Athletic um málið hafa veðmálafyrirtæki látið ensku úrvalsdeildina vita að í ákveðnum leik Arsenal hafi óhemju háar upphæðir verið lagðar undir á að ákveðinn leikmaður liðsins myndi fá gult spjald. „Enska knattspyrnusambandið veit af málinu og er að rannsaka það,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Í frétt The Athletic kemur einnig fram að fjölmiðillinn viti um hvaða leikmann er að ræða. Blaðamenn vilji þó ekki gefa það upp sökum persónuverndarlaga. The FA is investigating a yellow card received by an Arsenal player in a Premier League fixture this season, amid concerns of suspicious betting patterns.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 19, 2022 Einnig kemur fram að fjöldi veðmálafyrirtækja hafi staðfest að veðmálamynstrið í kringum gula spjaldið hafi verið mjög óvenjulegt. Veðmál sem þessu eru talin algeng um heim allan en eru einkar sjaldgæf í ensku úrvalsdeildinni þar sem leikmenn þar eru nær allir á mjög svo góðum launum. Samkvæmt tísti frá notendanum Fob_Blog þann 18. desember má sjá að miklar upphæðir voru lagðar undir á að Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, myndi fá gult spjald í leik Leeds United og Arsenal þann sama dag. 65K matched on Xhaka to be carded. Matched on betfair at 2.56 about 10 mins to go. For conetext most books we re about 2.88 PREMATCH. Very strange. Anyone know what that s about? pic.twitter.com/FQRco2Atwe— FoG (@FoG_BLoG) December 18, 2021 Þar kemur fram að tæpar 67 þúsund evrur hafi verið lagðar undir, það gera tæplega 10 milljónir íslenskra króna. Arsenal vann leikinn 4-1 og Xhaka nældi sér í gult spjald þegar fjórar mínútur voru til leiksloka.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira