Erlent

Ó­trú­legt snar­ræði lestar­stjóra: Maður hrinti konu fyrir lest

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndband af atvikinu um öryggismyndavél.
Myndband af atvikinu um öryggismyndavél. Aðsend

Maður hrinti konu fyrir lest í Belgíu skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Snarræði lestarstjóra varð til þess að konan slasaðist ekki, en honum tókst að stöðva lestina með naumindum. 

Á upptöku úr öryggismyndavél, sem sjá má hér að neðan, sést snarræði lestarstjórans vel. Vegfarendur flýttu sér þar að auki niður af lestarpallinum til að aðstoða konuna. 

Maðurinn bar ekki grímu og yfirvöld í Belgíu segja að hann hafi auðveldlega þekkst á myndavélum. Lögreglu tókst að handtaka manninn skömmu síðar og málið er í rannsókn. VRT greinir frá.

Árni Snævarr, starfsmaður hjá Sameinuðu þjóðunum, býr í Brussel og segir í samtali við fréttastofu að miðlar þar í landi hafi veitt litlar upplýsingar um málið.

„Fyrsta atriðið sem að slær mann er að lestarstjórinn er náttúrulega mjög vel vakandi. Hann alveg neglir niður um leið og hann sér þetta, viðbrögðin eru alveg frábær. Það má ekki muna sekúndubroti þá hefði hann farið yfir hana,“ segir Árni.

Árni segir að það hafi vakið athygli hans að maðurinn ekki borið grímu en grímuskylda í almenningssamgöngum í Belgíu. Þá hafi einnig verið undarlegt að maðurinn hafi verið í stuttertmabol enda hafi verið „hrollkalt“ þetta kvöldið. Miðlar í Belgíu hafa tekið í sama streng.

„Það sem vekur náttúrulega óhug í þessu máli er það, að þetta hefði geta komið fyrir hvern einasta mann og hvert og eitt okkar. Við gætum öll verið í þessari stöðu,“ segir Árni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.