Veður

Slydda og él næstu daga

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Það fer að snjóa vestanlands í kvöld.
Það fer að snjóa vestanlands í kvöld. vísir/vilhelm

Það verður ansi um­hleypinga­samt veður næstu daga ef marka má spár veður­fræðinga Veður­stofunnar. Hiti verður oftar en ekki undir frost­marki og er búist við norð­lægum áttum með úr­komu oftast nær í formi snjó­komu eða slyddu, stundum í élja­formi.

Þó verður þurrt að kalla á vestan­verðu landinu fram eftir degi en snjó­koma eða slydda á Austur­landinu í dag. Ansi kalt verður víða á landinu og er búist við að frost verði á bilinu 0 til 8 stig síð­degis. Það bætir svo í vind í kvöld og fer að snjóa vestan­lands.

Úr­komu­minna verður í nótt en á morgun má búast við breyti­legri átt, 5 til 13 metrum á sekúndu og snjó­komu víðast hvar á landinu. Frost verður svipað og í dag, 0 til 9 stig.

Það hlýnar síðan nokkuð á mánu­dag með nokkurri rigningu á Vestur­landi en kólnar fljótt aftur í næstu viku.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Breytileg átt 5-13 m/s og dálítil él, en vestan 10-15 A-til í fyrstu. Frost 0 til 9 stig. Fer að snjóa allvíða um og eftir hádegi, en suðvestan 10-18 og rigning á S- og V-landi undir kvöld með hlýnandi veðri.

Á mánudag:

Suðvestan 10-18 og rigning, en þurrt að kalla A-lands. Hiti 3 til 8 stig.

Á þriðjudag:

Vestlæg eða breytileg átt 13-20 og él, en lengst af úrkomulítið á A-landi. Hægari um kvöldið. Hiti um og undir frostmarki.

Á miðvikudag:

Vestlæg átt og bjart með köflum, en dálítil él við N-ströndina. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands, en þykknar upp og hlýnar V-til undir kvöld.

Á fimmtudag:

Suðvestanátt og súld eða dálítil rigning, en bjartviðri A-lands. Fremur hlýtt.

Á föstudag:

Útlit fyrir ákveðna SV-átt með skúrum eða éljum og kólnar smám saman.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.