Veður

Suð­vestan hvass­viðri með élja­­gangi og gular við­varanir

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er að það dragi úr ofankomu seinnipartinn í dag.
Spáð er að það dragi úr ofankomu seinnipartinn í dag. Vísir/Vilhelm

Það gengur í suðvestan hvassviðri eða storm með éljagangi í dag, en heldur hægari vindur og úrkomulítið á Austurlandi. Veðurstofan spáir hita um eða yfir frostmarki.

Gular viðvaranir taka gildi á vestanverðu og norðvestanverðu landinu fyrir hádegi og gilda til morguns.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði svipað veður fram eftir degi á morgun, en fari að lægja og draga úr ofankomu seinnipartinn.

„Suðlæg eða breytileg átt og fer að snjóa víða á föstudag, en síðdegis útlit fyrir rigningu og hlýnandi veður suðaustantil á landinu.“

Gular viðvaranir:

  • Höfuðborgarsvæðið. Suðvestan hvassviðri og él. 12. jan. kl. 11:00 – 13. jan. kl. 14:00. Suðvestan 15-20 m/s og él með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.
  • Faxaflói. Suðvestan hvassviðri eða stormur og él. 12. jan. kl. 10:00 – 13. jan. kl. 14:00. Suðvestan 15-23 m/s og él með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamt ferðaveður.
  • Breiðafjörður. Suðvestan stormur og él. 12. jan. kl. 10:00 – 13. jan. kl. 13:00. Suðvestan 18-25 m/s og él með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamt ferðaveður.
  • Vestfirðir. Suðvestan stormur og él. 12. jan. kl. 10:00 – 13. jan. kl. 11:00. Suðvestan 18-25 m/s og él með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamt ferðaveður.
  • Strandir og Norðurland vestra. Suðvestan stormur og él. 12. jan. kl. 12:00 – 13. jan. kl. 15:00. Suðvestan 18-23 m/s og él með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamt ferðaveður.
Spákortið fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Suðvestan og vestan 15-23 m/s og él, en úrkomulítið á A-landi. Dregur úr vindi og ofankomu seinnipartinn og um kvöldið, fyrst V-lands. Víða vægt frost.

Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt 5-13 og fer að snjóa, en rigning SA-til á landinu síðdegis og hlýnar þar.

Á laugardag: Vestlæg átt og dálítil él, en léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig. Bætir í úrkomu um kvöldið.

Á sunnudag: Breytileg átt, úrkomulítið og kalt í veðri. Dálítil snjókoma á SV- og V-landi síðdegis og síðan slydda eða rigning og hlýnar.

Á mánudag og þriðjudag: Suðlæg átt, rigning með köflum og milt veður, en úrkomulítið N- og A-lands.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.