Enski boltinn

Crystal Palace snéri taflinu við gegn B-deildarliði | Jóhann Berg og félagar úr leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jean-Philippe Mateta skoraði sigurmark Crystal Palace í dag.
Jean-Philippe Mateta skoraði sigurmark Crystal Palace í dag. Alex Pantling/Getty Images

Nú rétt í þessu lauk fimm leikjum af 21 sem fram fara í FA bikarnum á Englandi í dag. Crystal Palace vann 2-1 sigur gegn B-deildarliði Millwall eftir að hafa lent undir, og Burnley féll úr leik gegn B-deildarliði Huddersfield eftir 2-1 tap.

Benik Afobe kom Millwall yfir gegn Crystal Palace strax á 17. mínútu og staðan var 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Michael Olise og Jean-Philippe Mateta komu Palace þó í 2-1 forystu snemma í síðari hálfleik og niðurstaðan varð 2-1 sigur Palace sem er á leið í fjórðu umferð FA bikarsins.

Jón Daði Böðvarsson var sem fyrr ekki í leikmannahóp Millwall.

Þá var Jóhann Berg Guðmundsson ekki heldur í leikmannahóp Burnley sem féll úr leik eftir 2-1 tap gegn B-deildarliðið Huddersfield.

Jay Rodriguez kom Burnley yfir í fyrri hálfleik, en Huddersfield snéri leiknum við á seinasta korterinu og vann 2-1 sigur.

Úrslit dagsins

Mansfield Town 2-3 Middlesbrough

Burnley 1-2 Huddersfield

Coventry 0-1 Derby

Hartlepool United 2-1 Blackpool

Millwall 1-2 Crystal Palace




Fleiri fréttir

Sjá meira


×