Erlent

Biden segir Trump halda hnífi að hálsi lýðræðisins

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Biden hélt ræðu í þinghúsinu í gær.
Biden hélt ræðu í þinghúsinu í gær. epa/Jabin Botsford

Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi forvera sinn í starfi, Donald Trump, harðlega í ræðu sem hann hélt í nótt. Ræðuna bar upp á ársafmæli árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington, þar sem fjöldi fólks ruddist inn og reyndi að koma í veg fyrir að kjör Bidens yrði staðfest.

Fimm létust í átökunum en fólkið var sannfært um að kosningasvindl hafi orsakað tap Trump, líkt og hann sjálfur hefur hamrað á. 

Biden sakaði Trump í gær um að spinna lygavef um lögmæti kosninganna. Hann bætti því við að Trump og stuðningsmenn hans héldu hnífi að hálsi lýðræðisins í Bandaríkjunum. 

Trump ætlaði sjálfur að halda ræðu í tilefni dagsins og hafði hann boðað blaðamannafund á hóteli sínu í Mar-a-Lago í Flórída þar sem hann dvelur. 

Þrýstingur frá Repúblikönum og öðrum stuðningsmönnum hans kom þó í veg fyrir að nokkuð yrði af slíku. 

Hann sendi þó frá sér yfirlýsingar í gríð og erg í gær þar sem hann hélt áfram að hamra á því að svindlað hafi verið í kosningunum. Stuðningsmönnum hans hefur aldrei tekist að færa sönnur á neitt slíkt, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.


Tengdar fréttir

Biden segir Trump ógn við lýðræðið

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×