Biden segir Trump ógn við lýðræðið Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2022 14:14 Joe Biden með þeim Chuck Schumer og Nancy Pelosi, leiðtogum Demókrataflokksins. AP/Stefani Reynolds Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Í ræðu sinni ætlar Biden að kalla Trump ógn gegn lýðræðinu, fara yfir hvað gerðist fyrir ári síðan og segja Bandaríkjamenn þurfa að lifa eftir sannleikanum, ekki lygum. „Nú þurfum við að ákveða hvurslags þjóð við ætlum að vera,“ sagði Biden í dag samkvæmt AP fréttaveitunni. „Ætlum við að vera þjóð sem sættir sig við að pólitískt ofbeldi verði almennt? Ætlum við að verða þjóð þar sem pólitískir embættismenn snúa við löglegum vilja þjóðarinnar? Ætlum við að vera þjóð sem lifir ekki við ljós sannleikans heldur í skugga lyga? Við getum ekki leyft okkur að vera slík þjóð. Leiðin fram á við er að horfast í augu við sannleikann og lifa eftir honum.“ Hlusta má á ræður Kamöllu Harris, varaforseta, og Bidens hér að neðan. Ræða Bidens hefst eftir rúmar ellefu mínútur. Þrátt fyrir að þingmenn Repúblikanaflokksins gagnrýndu margir Trump í kjölfar árásarinnar virðast þeir allir hafa skipt um skoðun en ekki einn leiðtogi flokksins hefur sagt að hann ætli að taka þátt í athöfninni í dag. Tveir þeirra svöruðu fyrirspurnum Washington Post og sögðust vera annarsstaðar í landinu. Aðrir svöruðu ekki. Sjá einnig: Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Þingmennirnir Matt Gaetz og Marjorie Taylor Greene, sem eru bæði ötulir stuðningsmenn Trumps, ætla að halda blaðamannafund í dag vegna athafnar þingsins. Þau hafa bæði lýst því yfir að fólki sem tók þátt í árásinni á þingið hafi verið föðurlandsvinir og hafa þau einnig tekið undir lygar Trumps um að kosningunum hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Því hefur Trump ítrekað haldið fram en á einu ári hafa engar vísbendingar litið dagsins ljós sem gefa í skyn að hann hafi rétt fyrir sér. Fjölmargar rannsóknir og dómsmál hafa skilað sömu niðurstöðum. Löng og ítarleg rannsókn AP fréttaveitunnar í þeim sex ríkjum sem Trump hefur beint hvað mestri athygli að sýndi fram á 475 tilfelli kosningasvindls. Í nánast öllum tilfellum var um einstaklinga að ræða og voru lang flest atkvæðin ekki talin. Þegar blaðamenn AP höfðu samband við Trump í vegna rannsóknarinnar í byrjun desember endurtók hann mikið af því sem hann hefur sagt áður. Þar að auki bætti hann við að „bráðum“ yrði gefin út skýrsla sem myndi sýna fram á að hundruð þúsund atkvæða hefðu verið greidd ólöglega. Hann vildi ekki segja hvaðan þessi skýrsla ætti að koma að öðru leyti en hún væri frá heimildarmanni sem hann treysti. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Donald Trump Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Í ræðu sinni ætlar Biden að kalla Trump ógn gegn lýðræðinu, fara yfir hvað gerðist fyrir ári síðan og segja Bandaríkjamenn þurfa að lifa eftir sannleikanum, ekki lygum. „Nú þurfum við að ákveða hvurslags þjóð við ætlum að vera,“ sagði Biden í dag samkvæmt AP fréttaveitunni. „Ætlum við að vera þjóð sem sættir sig við að pólitískt ofbeldi verði almennt? Ætlum við að verða þjóð þar sem pólitískir embættismenn snúa við löglegum vilja þjóðarinnar? Ætlum við að vera þjóð sem lifir ekki við ljós sannleikans heldur í skugga lyga? Við getum ekki leyft okkur að vera slík þjóð. Leiðin fram á við er að horfast í augu við sannleikann og lifa eftir honum.“ Hlusta má á ræður Kamöllu Harris, varaforseta, og Bidens hér að neðan. Ræða Bidens hefst eftir rúmar ellefu mínútur. Þrátt fyrir að þingmenn Repúblikanaflokksins gagnrýndu margir Trump í kjölfar árásarinnar virðast þeir allir hafa skipt um skoðun en ekki einn leiðtogi flokksins hefur sagt að hann ætli að taka þátt í athöfninni í dag. Tveir þeirra svöruðu fyrirspurnum Washington Post og sögðust vera annarsstaðar í landinu. Aðrir svöruðu ekki. Sjá einnig: Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Þingmennirnir Matt Gaetz og Marjorie Taylor Greene, sem eru bæði ötulir stuðningsmenn Trumps, ætla að halda blaðamannafund í dag vegna athafnar þingsins. Þau hafa bæði lýst því yfir að fólki sem tók þátt í árásinni á þingið hafi verið föðurlandsvinir og hafa þau einnig tekið undir lygar Trumps um að kosningunum hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Því hefur Trump ítrekað haldið fram en á einu ári hafa engar vísbendingar litið dagsins ljós sem gefa í skyn að hann hafi rétt fyrir sér. Fjölmargar rannsóknir og dómsmál hafa skilað sömu niðurstöðum. Löng og ítarleg rannsókn AP fréttaveitunnar í þeim sex ríkjum sem Trump hefur beint hvað mestri athygli að sýndi fram á 475 tilfelli kosningasvindls. Í nánast öllum tilfellum var um einstaklinga að ræða og voru lang flest atkvæðin ekki talin. Þegar blaðamenn AP höfðu samband við Trump í vegna rannsóknarinnar í byrjun desember endurtók hann mikið af því sem hann hefur sagt áður. Þar að auki bætti hann við að „bráðum“ yrði gefin út skýrsla sem myndi sýna fram á að hundruð þúsund atkvæða hefðu verið greidd ólöglega. Hann vildi ekki segja hvaðan þessi skýrsla ætti að koma að öðru leyti en hún væri frá heimildarmanni sem hann treysti.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Donald Trump Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira