Veður

Mun betra ferðaveður í dag en í gær

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mun betra ferðaveður er á landinu í dag en í gær. Þó er tormi spáð á Austurlandi í kvöld. 
Mun betra ferðaveður er á landinu í dag en í gær. Þó er tormi spáð á Austurlandi í kvöld.  Vísir/Vilhelm

Dregið hefur verulega úr vindi á landinu í nótt. Víða er nú norðaustan- eða norðanátt og um 10-18 m/s en þó má búast við hvössum vindstrengjum sunnan Vatnajökuls. 

Búast má við að það verði léttskýjað á Suður- og Vesturlandi í dag en dálítill éljagangur í öðrum landshlutum. Frost er um 1 til 12 stig og mildast syðst 

Á vestanverðu landinu verður hægari vindur eftir hádegi en í kvöld gengur í norðvestan hvassviðri eða storm austanlands. Þá er útlit fyrir norðvestan storm eða rok á austanverðu landinu á morgun en annars staðar verður vindurinn talsvert hægari. Víða verður éljagangur á morgun en bjart að mestu sunnan heiða og áfram svalt í veðri. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.