Veður

Víða stormur og gular og appel­sínu­gular við­varanir í gildi

Atli Ísleifsson skrifar
Veðurviðvaranir hafa eða munu taka gildi á mest öllu landinu í dag.
Veðurviðvaranir hafa eða munu taka gildi á mest öllu landinu í dag. Veðurstofan

Veðurstofan spáir norðaustan stormi eða roki í dag og eru gular eða appelsínugular viðvaranir í gildi á mest öllu landinu.

Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi næsta sólarhringinn vegna norðaustan storms eða ofsaveðurs. Má reikna með tuttugu til þrjátíu metrum á sekúndu þar sem hvassast verður í í Öræfum og Mýrdal þar sem gera má ráð fyrir vindhviðum yfir 45 metrum á sekúndu. Slydda eða snjókoma með lélegu skyggni, ekkert ferðaveður. 

Annars staðar á landinu, nema á höfuðborgarsvæðinu, hafa eða munu gulur viðvaranir taka gildi vegna hvassviðrisins.

Spákortið fyrir klukkan 15 í dag. Hvasst er það!Veðurstofan

„Spáð er snjókomu eða éljum, einkum um landið austanvert, en á Suðvestur- og Vesturlandi veður yfirleitt þurrt.

Frost verður á bilinu núll til sjö stig, en syðst landinu verður hiti rétt yfir frostmarki. Seint í kvöld fer svo að draga úr vindi og ofankomu.

Norðaustan og norðan 10-18 m/s á morgun og bjart að mestu sunnan- og vestanlands, en annars staðar verða dálítil él. Eftir hádegi dregur úr vindi á vestanverðu landinu, en annað kvöld hvessir fyrir austan. Frost 1 til 12 stig, mildast syðst.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag: Norðaustan og norðan 10-18 m/s og bjart að mestu á S- og V-landi, annars dálítil él. Hvessir A-til seinnipartinn, en lægir V-lands. Frost 1 til 12 stig, mildast syðst.

Á mánudag: Norðan 5-13, en norðvestan hvassviðri A-lands fram eftir degi. Él á N-verðu landinu, en léttskýjað sunnan heiða. Áfram kalt í veðri.

Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt 5-10 og bjart með köflum, en dálítil él N- og A-lands. Frost 0 til 12 stig, kaldast á NA-landi. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið.

Á miðvikudag: Hvöss suðaustan- og austanátt og slydda eða rigning, en úrkomulítið á N-landi. Hlýnar í veðri. Bætir í vind og úrkomu um kvöldið.

Á fimmtudag: Minnkandi suðaustan- og austanátt og rigning eða snjókoma með köflum, en styttir upp N-lands. Hiti um og yfir frostmarki.

Á föstudag: Norðaustanátt og él, en þurrt S- og V-lands. Svalt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×