Erlent

Hótar harkalegum aðgerðum taki Taívanar skref í átt sjálfstæðis

Samúel Karl Ólason skrifar
Ma Xiaoguang á blaðamannafundi fyrr í mánuðinum.
Ma Xiaoguang á blaðamannafundi fyrr í mánuðinum. Getty/VCG

Kína mun grípa til harkalegra aðgerða ef yfirvöld á Taívan taka skref í átt að sjálfstæði. Þetta segir háttsettur embættismaður í Kína sem varar einnig við því að deilurnar vegna eyríkisins muni versna á næsta ári.

Ma Xiaoguang, sem er talsmaður skrifstofu ríkisráðs Kína um málefni Taívans, sagði á fundi í morgun að ráðamenn í Kína vildu friðsama lausn á deilu ríkjanna en ekki sé ásættanlegt að Taívanar stígi yfir „rauðar línur“ Kínverja.

„Ef sjálfstæðissinnar í Taívan ögra, beita valdi eða stíga yfir einhvers konar rauðar línur, munum við þurfa að grípa til harkalegra aðgerða,” sagði Ma, samkvæmt frétt Reuters.

Þá sagði hann að spennan yfir Taívan-sundi myndi líklega aukast á næsta ári.

Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé.

Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína.

Sjá einnig: Heitir því að Taívan verði sameinað Kína á ný

Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði.

Undanfarna mánuði hafa Kínverjar beitt Taívan, og bandamenn eyríkisins, auknum þrýstingi. Þá virðist sem Kínverjar hafi sett mikið púður í njósnir í Taívan á undanförnum árum.


Tengdar fréttir

Erindrekar Litháens kallaðir heim frá Kína vegna „ógnana“

Ríkisstjórn Litháens hefur kallað erindreka sína og sendiráðsstarfsmenn í Kína heim og segir að sendiráðið í Kína verði starfrækt með fjarvinnu um óákveðinn tíma. Samband ríkjanna hefur beðið mikla hnekki eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Litháen.

Taívan efst á baugi fundar Biden og Xi

Málefni eyríkisins Taívans eru talin verða efst á baugi fyrsta fjarfundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Xi Jinping, forseta Kína í dag. Ríkin tvö hafa eldað grátt silfur saman um fjölda mála að undanförnu en vaxandi spenna hefur ríkt að undanförnu vegna Taívans.

Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng

Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður.

Samskipti Kína og Tævan ekki jafn slæm í 40 ár

Varnarmálaráðherra Taívan segir að samskipti eyríkisins við Kína hafi ekki verið jafnslæm og þau eru nú í 40 ár. Ráðherrann, Chiu Kuo-cheng, segir að Kínverjar verði í stakk búnir til að ráðast á eyjuna og taka hafa yfir árið 2025.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.