Rangnick horfir til Þýskalands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. desember 2021 18:00 Það er spurning hversu vel Ralf Rangnick sér. EPA-EFE/PETER POWEL Ralf Rangnick, þjálfari Manchester United, horfir til heimalandsins í leit að ungum og efnilegum leikmönnum. Talið er að hann sé á höttunum eftir allt að fjórum leikmönnum sem eru tvítugir eða yngri. Fjölmiðlar erlendis halda því fram að Rangnick vilji ólmur yngja upp í leikmannahópi Man United. Anthony Martial hefur lýst því yfir að hann vilji yfirgefa félagið og þá er nær öruggt að Edinson Cavan rói á önnur mið að tímabilinu loknu. Í gegnum ferilinn hefur hinn 63 ára gamli Þjóðverji helst viljað vinna með ungum leikmönnum og það kemur því ekki á óvart að hann horfi til heimalandsins í leit að ódýrum en hágæða leikmönnum. Talið er að helsta skotmark Man United nú sé „næsti Kai Havertz.“ Um er að ræða hinn 18 ára gamla Florian Wirtz sem er á mála hjá Bayer Leverkusen. The 'next Kai Havertz' may be on his way to Manchester United in January, with a £70m move reportedly lined up #MUFC https://t.co/TEQRuksrJk— FourFourTwo (@FourFourTwo) December 26, 2021 Hinn 18 ára gamli Wirtz leikur í stöðu sóknartengiliðs og hefur farið mikinn það sem af er tímabili. Í 15 deildarleikjum hefur hann skorað 5 mörk og lagt upp til viðbótar. Ef það er ekki nóg þá hefur hann skorað 3 mörk og lagt upp önnur 3 í aðeins 5 leikjum í Evrópudeildinni. Á óskalista Rangnick má einnig finna: Luca Netz, 18 ára vinstri bakvörð Gladbach, Eric Martel, 19 ára miðjumaður RB Leipzig (á láni hjá Austria Vín) Armel Bella Kotchap, 20 ára miðvörður Bochum Florian Wirtz hefur verið sjóðandi heitur það sem af er leiktíð.EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Manchester United heimsækir Newcastle United í kvöld. Eftir ágæta byrjun undir stjórn Rangnick hefur Man Utd ekki spilað í 16 daga sökum kórónuveirusmita og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið kemur til leiks eftir svo langt hlé. Leikur Man Utd og Newcastle verður í beinni textalýsingu á Vísi frá 20.00. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
Fjölmiðlar erlendis halda því fram að Rangnick vilji ólmur yngja upp í leikmannahópi Man United. Anthony Martial hefur lýst því yfir að hann vilji yfirgefa félagið og þá er nær öruggt að Edinson Cavan rói á önnur mið að tímabilinu loknu. Í gegnum ferilinn hefur hinn 63 ára gamli Þjóðverji helst viljað vinna með ungum leikmönnum og það kemur því ekki á óvart að hann horfi til heimalandsins í leit að ódýrum en hágæða leikmönnum. Talið er að helsta skotmark Man United nú sé „næsti Kai Havertz.“ Um er að ræða hinn 18 ára gamla Florian Wirtz sem er á mála hjá Bayer Leverkusen. The 'next Kai Havertz' may be on his way to Manchester United in January, with a £70m move reportedly lined up #MUFC https://t.co/TEQRuksrJk— FourFourTwo (@FourFourTwo) December 26, 2021 Hinn 18 ára gamli Wirtz leikur í stöðu sóknartengiliðs og hefur farið mikinn það sem af er tímabili. Í 15 deildarleikjum hefur hann skorað 5 mörk og lagt upp til viðbótar. Ef það er ekki nóg þá hefur hann skorað 3 mörk og lagt upp önnur 3 í aðeins 5 leikjum í Evrópudeildinni. Á óskalista Rangnick má einnig finna: Luca Netz, 18 ára vinstri bakvörð Gladbach, Eric Martel, 19 ára miðjumaður RB Leipzig (á láni hjá Austria Vín) Armel Bella Kotchap, 20 ára miðvörður Bochum Florian Wirtz hefur verið sjóðandi heitur það sem af er leiktíð.EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Manchester United heimsækir Newcastle United í kvöld. Eftir ágæta byrjun undir stjórn Rangnick hefur Man Utd ekki spilað í 16 daga sökum kórónuveirusmita og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið kemur til leiks eftir svo langt hlé. Leikur Man Utd og Newcastle verður í beinni textalýsingu á Vísi frá 20.00.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira