Útskýrði af hverju hann réði sálfræðing: „Leikmenn þurfa einhvern til að tala við“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. desember 2021 10:02 Ralf Rangnick ræðir við Mason Greenwood. EPA-EFE/PETER POWELL Ralf Rangnick var ekki lengi að láta til sín taka sem þjálfari Manchester United. Eitt af hans fyrstu verkum var að ráða íþróttasálfræðing og hinn 63 ára gamli Þjóðverji telur að ekki sé langt í að það verði vaninn hjá stærstu liðum heims. Mikil umræða skapaðist í kringum ráðningu hins 46 ára gamla Sascha Lense en það kom Rangnick ekki á óvart. „Ég veit að mörg félög í Þýskalandi eru ekki með sálfræðinga á sínum snærum. Fyrir mér er það samt mjög rökrétt,“ sagði Rangnick í viðtali við Sky Sports um málið. „Öll félög eru með mismunandi sérfræðingar fyrir markverði, varnarmenn, miðjumenn og sóknarmenn, til að auka líkamlegt atgervi og hámarka frammistöður. Sum félög eru með fleiri sérfræðinga en leikmenn. Allir þessir aðilar nota höfuðið – heilann og hugann – því er rökrétt að vera með sérfræðing í þeim efnum.“ „Um það snýst þetta allt, að hjálpa leikmönnum að hugsa um réttu hlutina á réttum augnablikum frekar en ranga hluti. Til að leikmenn taki framförum þá þarf heili þeirra að vera tilbúinn í að hjálpa líkamanum svo þeir nái sem bestum árangri.“ Read the full exclusive interview... — Sky Sports (@SkySports) December 24, 2021 „Þetta er allt hluti af púsluspilinu. Það er mikilvægt að bestu félögin – og Manchester United er eitt stærsta félag í heimi – séu með besta mögulega starfsfólkið. Allavega þurfa öll þessi litlu púsl að vera til staðar.“ „Leikmenn eru undir gríðarlegu álagi á þessu stigi, stundum þurfa þeir einfaldlega einhvern til að tala við sem er ekki endilega hluti af þjálfarateyminu. Það er mikilvægt að leikmenn geti talað við hlutlausan aðila, sérfræðing sem getur aðstoðað þá eða bara hlustað á það sem þeir hafa að segja,“ sagði Rangnick að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Mikil umræða skapaðist í kringum ráðningu hins 46 ára gamla Sascha Lense en það kom Rangnick ekki á óvart. „Ég veit að mörg félög í Þýskalandi eru ekki með sálfræðinga á sínum snærum. Fyrir mér er það samt mjög rökrétt,“ sagði Rangnick í viðtali við Sky Sports um málið. „Öll félög eru með mismunandi sérfræðingar fyrir markverði, varnarmenn, miðjumenn og sóknarmenn, til að auka líkamlegt atgervi og hámarka frammistöður. Sum félög eru með fleiri sérfræðinga en leikmenn. Allir þessir aðilar nota höfuðið – heilann og hugann – því er rökrétt að vera með sérfræðing í þeim efnum.“ „Um það snýst þetta allt, að hjálpa leikmönnum að hugsa um réttu hlutina á réttum augnablikum frekar en ranga hluti. Til að leikmenn taki framförum þá þarf heili þeirra að vera tilbúinn í að hjálpa líkamanum svo þeir nái sem bestum árangri.“ Read the full exclusive interview... — Sky Sports (@SkySports) December 24, 2021 „Þetta er allt hluti af púsluspilinu. Það er mikilvægt að bestu félögin – og Manchester United er eitt stærsta félag í heimi – séu með besta mögulega starfsfólkið. Allavega þurfa öll þessi litlu púsl að vera til staðar.“ „Leikmenn eru undir gríðarlegu álagi á þessu stigi, stundum þurfa þeir einfaldlega einhvern til að tala við sem er ekki endilega hluti af þjálfarateyminu. Það er mikilvægt að leikmenn geti talað við hlutlausan aðila, sérfræðing sem getur aðstoðað þá eða bara hlustað á það sem þeir hafa að segja,“ sagði Rangnick að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira