Lið ársins til þessa: Þrír frá Man City, tveir frá Liverpool og Ramsdale í markinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2021 18:00 Þessir tveir eru báðir í liði ársins. EPA-EFE/ANDREW YATES Enska úrvalsdeildin hefur verið einkar fjörug það sem af er ári. Það má alltaf deila um hver hefur verið bestur eða verstur en miðillinn Goal hefur nú birt sitt „draumalið“ til þessa í ensku úrvalsdeildinni. Segja má að liðið sé vægast sagt áhugavert. Það er ekki farið í nein geimvísindi þegar kemur að uppstillingu, hefðbundið 4-3-3 varð fyrir valinu. Þá má giska á að flestir sem komu að vali liðsins séu frá Englandi. Markvörður: Aaron Ramsdale (Arsenal) Aaron Ramsdale hefur komið verulega á óvart á leiktíðinni.EPA-EFE/ANDY RAIN Það var ekki búist við miklu af Ramsdale þegar Arsenal festi kaup á kauða fyrir 24 milljónir punda fyrir leiktíðina. Hann hafði fallið undanfarin tvö tímabil með Bournemouth og Sheffield United eftir að hafa fengið á sig 130 mörk. Ramsdale hefur vissulega staðið sig með prýði og í raun mun betur en reiknað var með. Hann fær því sætið í liði ársins, sem stendur. Hægri bakvörður: Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Trent Alexander-Arnold er með sparkvissari bakvörðum heims.Getty/Nick Taylor Óumdeilanlega einn besti hægri bakvörður heims um þessar mundir. Vinstri bakvörður: João Cancelo (Manchester City) Cancelo er engum líkur.EPA-EFE/Shaun Botterill Kamljónið Cancelo getur spilað bæði sem hægri og vinstri bakvörður. Erfitt að mótmæla þessu vali enda lykilmaður í mögnuðu liði Man City. Miðvörður: Rúben Dias (Manchester City) Portúgalinn er ávallt pollrólegur á boltann.Matt McNulty/Getty Images Gerbreytti City-liðinu er hann gekk til liðs við það á síðustu leiktíð. Var valinn besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð og er í svipuðu formi í ár. Hefur ekki látið slakt gengi á EM bitna á frammistöðum sínum með City. Miðvörður: Antonio Rüdiger (Chelsea) Þjóðverjinn hefur verið hreint út sagt magnaður síðan Thomas Tuchel tók við Chelsea. Verður samningslaus í sumar og stefnir allt í að hann fái risasamning, hvort sem það verður hjá Chelsea eða annarsstaðar. Miðjumenn: Declan Rice (West Ham United), Conor Gallagher (Crystal Palace) og Bernardo Silva (Manchester City) Bernardo Silva er lunkinn með knöttinn.Lynne Cameron/Manchester City Á þriggja manna miðju má finna leikmenn sem bjóða upp á allt sem þarf. Þó það sé í raun enginn djúpur miðjumaður þarna mætti halda að þessi miðja myndi pluma sig vel gegn hvaða liði sem er. Hlaupagetan er svo sannarlega til staðar ásamt stoðsendingum, mörkum og tæklingum. Rice og Gallagher eru þessir hefðbundnu teig í teig miðjumenn sem Englendingar elska. Bernardo Silva er lunknari og gæti vel spilað á vængnum ef þess þarf. Hægri vængur: Mohamed Salah (Liverpool) Egyptinn er magnaður.EPA-EFE/Lynne Cameron Auðvelt val. Mo Salah er einn af bestu leikmönnum í heimi, ef ekki sá besti. Vinstri vængur: Raphinha (Leeds United) Raphinha hefur notið sín vel í Englandi.Stephen Pond/Getty Images Ljósið í myrkrinu í annars slöku Leeds-liði. Á meðan samherjar hans hafa átt erfitt uppdráttar hefur Raphinha minnt alla á hversu ótrúlega góður hann er. Sóknarmaður: Emmanuel Dennis (Watford) Emmanuel Dennis fagnar marki sínu gegn Manchester United.EPA-EFE/VICKIE FLORES Þessi 24 ára gamli leikmaður hefur komið öllum á óvart með frábærri frammistöðu sinni á leiktíðinni. Er ein helsta ástæða þess að Watford á einhvern möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Sjá meira
Það er ekki farið í nein geimvísindi þegar kemur að uppstillingu, hefðbundið 4-3-3 varð fyrir valinu. Þá má giska á að flestir sem komu að vali liðsins séu frá Englandi. Markvörður: Aaron Ramsdale (Arsenal) Aaron Ramsdale hefur komið verulega á óvart á leiktíðinni.EPA-EFE/ANDY RAIN Það var ekki búist við miklu af Ramsdale þegar Arsenal festi kaup á kauða fyrir 24 milljónir punda fyrir leiktíðina. Hann hafði fallið undanfarin tvö tímabil með Bournemouth og Sheffield United eftir að hafa fengið á sig 130 mörk. Ramsdale hefur vissulega staðið sig með prýði og í raun mun betur en reiknað var með. Hann fær því sætið í liði ársins, sem stendur. Hægri bakvörður: Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Trent Alexander-Arnold er með sparkvissari bakvörðum heims.Getty/Nick Taylor Óumdeilanlega einn besti hægri bakvörður heims um þessar mundir. Vinstri bakvörður: João Cancelo (Manchester City) Cancelo er engum líkur.EPA-EFE/Shaun Botterill Kamljónið Cancelo getur spilað bæði sem hægri og vinstri bakvörður. Erfitt að mótmæla þessu vali enda lykilmaður í mögnuðu liði Man City. Miðvörður: Rúben Dias (Manchester City) Portúgalinn er ávallt pollrólegur á boltann.Matt McNulty/Getty Images Gerbreytti City-liðinu er hann gekk til liðs við það á síðustu leiktíð. Var valinn besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð og er í svipuðu formi í ár. Hefur ekki látið slakt gengi á EM bitna á frammistöðum sínum með City. Miðvörður: Antonio Rüdiger (Chelsea) Þjóðverjinn hefur verið hreint út sagt magnaður síðan Thomas Tuchel tók við Chelsea. Verður samningslaus í sumar og stefnir allt í að hann fái risasamning, hvort sem það verður hjá Chelsea eða annarsstaðar. Miðjumenn: Declan Rice (West Ham United), Conor Gallagher (Crystal Palace) og Bernardo Silva (Manchester City) Bernardo Silva er lunkinn með knöttinn.Lynne Cameron/Manchester City Á þriggja manna miðju má finna leikmenn sem bjóða upp á allt sem þarf. Þó það sé í raun enginn djúpur miðjumaður þarna mætti halda að þessi miðja myndi pluma sig vel gegn hvaða liði sem er. Hlaupagetan er svo sannarlega til staðar ásamt stoðsendingum, mörkum og tæklingum. Rice og Gallagher eru þessir hefðbundnu teig í teig miðjumenn sem Englendingar elska. Bernardo Silva er lunknari og gæti vel spilað á vængnum ef þess þarf. Hægri vængur: Mohamed Salah (Liverpool) Egyptinn er magnaður.EPA-EFE/Lynne Cameron Auðvelt val. Mo Salah er einn af bestu leikmönnum í heimi, ef ekki sá besti. Vinstri vængur: Raphinha (Leeds United) Raphinha hefur notið sín vel í Englandi.Stephen Pond/Getty Images Ljósið í myrkrinu í annars slöku Leeds-liði. Á meðan samherjar hans hafa átt erfitt uppdráttar hefur Raphinha minnt alla á hversu ótrúlega góður hann er. Sóknarmaður: Emmanuel Dennis (Watford) Emmanuel Dennis fagnar marki sínu gegn Manchester United.EPA-EFE/VICKIE FLORES Þessi 24 ára gamli leikmaður hefur komið öllum á óvart með frábærri frammistöðu sinni á leiktíðinni. Er ein helsta ástæða þess að Watford á einhvern möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Sjá meira