Sex sigurleikir í röð hjá Liverpool

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mohamed Salah skoraði annað mark Liverpool í kvöld.
Mohamed Salah skoraði annað mark Liverpool í kvöld. EPA-EFE/Peter Powell

Liverpool vann sinn sjötta deildarleik í röð er liðið tók á móti Newcastle á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 3-1 og Liverpool heldur í við topplið Manchester City.

Líklega hefðu fáir giskað á það að gestirnir frá Newcastle skildu taka forystuna í leiknum, en það var nákvæmlega það sem gerðist þegar fyrrum Liverpool-maðurinn Jonjo Shelvey setti boltann í netið með skoti fyrir utan teig.

Giogo Jota jafnaði metin fyrir Liverpool á 21. mínútu þegar hann fygdi sínum eigin skall eftir og kom boltanum í netið, áður en Mohamed Salah kom heimamönnum í forystu fjórum mínútum síðar.

Staðan var því 2-1 í hálfleik, en þrátt fyrir mikla yfirburði heimamanna í síðari hálfleik gekk þeim illa að koma boltanum í netið. Það gekk þó loksins á 87. mínútu þegar Trent Alexander-Arnold gulltryggði 3-1 sigur heimamanna með hnitmiðuðu skoti utan vítateigs.

Liverpool situr sem fyrr í öðru sæti deildarinnar með 40 stig eftir 17 leiki, einu stigi á eftir toppliði Manchester City. Newcastle situr hins vegar enn í næst neðsta sæti deildarinnar með tíu stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira