Veður

Mjótt á munum hvort úr­koman falli í föstu eða fljótandi formi

Atli Ísleifsson skrifar
Á morgun og fimmtudag bætir frekar í suðlægar áttir með úrkomu um landið sunnan- og vestanvert.
Á morgun og fimmtudag bætir frekar í suðlægar áttir með úrkomu um landið sunnan- og vestanvert. Vísir/Vilhelm

Spáð er suðvestlægri átt í dag og skúrum eða éljum um landið sunnan- og vestanvert. Fyrir norðan byrjar dagurinn á austan strekkingi og snjókomu eða slyddu en fljótlega eftir hádegi snýst einnig í suðvestlæga átt þar og rofar til, einkum á Norðausturlandi.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að hiti sé víðast hvar á bilinu núll til fimm stig og verði oft mjótt á munum hvort úrkoman falli í föstu eða fljótandi formi.

Á morgun og fimmtudag bætir frekar í suðlægar áttir með úrkomu um landið sunnan- og vestanvert, en þurrt um landið austanvert.

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðvestan 10-18 m/s og skúrir eða él, en bjartviðri austanlands. Dregur úr vindi sunnantil um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig.

Á fimmtudag: Gengur í allhvassa eða hvassa sunnanátt með rigningu eða súld, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 10 stig.

Á föstudag: Minnkandi suðvestan- og sunnanátt og dálitlir skúrir eða slydduél, en þurrt norðaustantil á landinu. Hiti 2 til 7 stig.

Á laugardag: Suðvestlæg eða breytileg átt og væta með köflum, en þurrt að mestu á Norður- og Austurlandi. Kólnar í veðri.

Á sunnudag: Austlæg átt og rigning með suðurströndinni, annars þurrt. Hiti um og yfir frostmarki sunnan- og vestanlands, en frost norðaustantil.

Á mánudag: Útlit fyrir suðaustlæga átt og þurrt að kalla. Hlýnar heldur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×