Segja að Godfrey hafi ætlað sér að stíga á Tomiyasu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2021 09:02 Takehiro Tomiyasu var með áverka á hökunni eftir að Ben Godfrey steig á hann í gær. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta og núverandi sparkspekingur, segist vera alveg viss um að það hafi ekki verið neitt óviljaverk hjá Ben Godfrey að stíga á andlit Takehiro Tomiyasu í leik Everton og Arsenal í gærkvöldi. Í 2-1 sigri Everton geng Arsenal í gær átti sér stað ljótt atvik þegar Ben Godfrey, leikmaður Everton, steig á andlit Takehiro Tomiyasu, leikmanns Arsenal. Atvikið var skoðað í VAR, en dómari leiksins, Mike Dean, mat það svo að um óviljaverk væri að ræða og því fékk Godfrey að halda leik áfram. Gary Neville er þó ekki sammála því, en segist þó skilja að Dean hafi ekki veifað rauða spjaldinu. „Þú ert að tala við tvo meistara í því að fylgja eftir í andlit andstæðingsins og láta það líta út eins og slys,“ sagði Neville í setti hjá Sky Sports eftir leik gærkvöldsins, og átti þá við sig sjálfan og Jamie Carragher, fyrrverandi leikmann Liverpool. „Við höldum að hann ætli sér klárlega að gera þetta. Hann áttar sig svo á því hvað hann hefur gert og segir bara „Æ, þetta var slys.“ „Sem atvinnumaður þá er það hundrað prósent á hreinu að hann var að reyna þetta. Hins vegar skil ég af hverju myndbandsdómarinn segir að þetta hafi verið slys og við getum ekki sannað það. En sem atvinnumaður þá veistu það.“ Everton defender Ben Godfrey puts his studs onto Takehiro Tomiyasu’s face, but after a VAR review, not even a yellow card is given. 🤔 #afc pic.twitter.com/YRymFn1M8U— afcstuff (@afcstuff) December 6, 2021 Jamie Carragher tók í sama streng og kollegi sinn, og segir að Godfrey hafi verið heppinn. „Hann ætlaði sér að gera þetta, en ég skil af hverju þetta er ekki rautt. Hann er virkilega heppinn strákur,“ sagði Carragher. Enski boltinn Tengdar fréttir Gray hetja Everton eftir að VAR virtist ætla að stela senunni Everton vann hádramatískan 2-1 sigur á Arsenal í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Dómgæsla leiksins – og myndbandsdómgæsla – var hins vegar í brennidepli framan af leik. 6. desember 2021 22:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
Í 2-1 sigri Everton geng Arsenal í gær átti sér stað ljótt atvik þegar Ben Godfrey, leikmaður Everton, steig á andlit Takehiro Tomiyasu, leikmanns Arsenal. Atvikið var skoðað í VAR, en dómari leiksins, Mike Dean, mat það svo að um óviljaverk væri að ræða og því fékk Godfrey að halda leik áfram. Gary Neville er þó ekki sammála því, en segist þó skilja að Dean hafi ekki veifað rauða spjaldinu. „Þú ert að tala við tvo meistara í því að fylgja eftir í andlit andstæðingsins og láta það líta út eins og slys,“ sagði Neville í setti hjá Sky Sports eftir leik gærkvöldsins, og átti þá við sig sjálfan og Jamie Carragher, fyrrverandi leikmann Liverpool. „Við höldum að hann ætli sér klárlega að gera þetta. Hann áttar sig svo á því hvað hann hefur gert og segir bara „Æ, þetta var slys.“ „Sem atvinnumaður þá er það hundrað prósent á hreinu að hann var að reyna þetta. Hins vegar skil ég af hverju myndbandsdómarinn segir að þetta hafi verið slys og við getum ekki sannað það. En sem atvinnumaður þá veistu það.“ Everton defender Ben Godfrey puts his studs onto Takehiro Tomiyasu’s face, but after a VAR review, not even a yellow card is given. 🤔 #afc pic.twitter.com/YRymFn1M8U— afcstuff (@afcstuff) December 6, 2021 Jamie Carragher tók í sama streng og kollegi sinn, og segir að Godfrey hafi verið heppinn. „Hann ætlaði sér að gera þetta, en ég skil af hverju þetta er ekki rautt. Hann er virkilega heppinn strákur,“ sagði Carragher.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gray hetja Everton eftir að VAR virtist ætla að stela senunni Everton vann hádramatískan 2-1 sigur á Arsenal í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Dómgæsla leiksins – og myndbandsdómgæsla – var hins vegar í brennidepli framan af leik. 6. desember 2021 22:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
Gray hetja Everton eftir að VAR virtist ætla að stela senunni Everton vann hádramatískan 2-1 sigur á Arsenal í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Dómgæsla leiksins – og myndbandsdómgæsla – var hins vegar í brennidepli framan af leik. 6. desember 2021 22:00