Segja að Godfrey hafi ætlað sér að stíga á Tomiyasu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2021 09:02 Takehiro Tomiyasu var með áverka á hökunni eftir að Ben Godfrey steig á hann í gær. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta og núverandi sparkspekingur, segist vera alveg viss um að það hafi ekki verið neitt óviljaverk hjá Ben Godfrey að stíga á andlit Takehiro Tomiyasu í leik Everton og Arsenal í gærkvöldi. Í 2-1 sigri Everton geng Arsenal í gær átti sér stað ljótt atvik þegar Ben Godfrey, leikmaður Everton, steig á andlit Takehiro Tomiyasu, leikmanns Arsenal. Atvikið var skoðað í VAR, en dómari leiksins, Mike Dean, mat það svo að um óviljaverk væri að ræða og því fékk Godfrey að halda leik áfram. Gary Neville er þó ekki sammála því, en segist þó skilja að Dean hafi ekki veifað rauða spjaldinu. „Þú ert að tala við tvo meistara í því að fylgja eftir í andlit andstæðingsins og láta það líta út eins og slys,“ sagði Neville í setti hjá Sky Sports eftir leik gærkvöldsins, og átti þá við sig sjálfan og Jamie Carragher, fyrrverandi leikmann Liverpool. „Við höldum að hann ætli sér klárlega að gera þetta. Hann áttar sig svo á því hvað hann hefur gert og segir bara „Æ, þetta var slys.“ „Sem atvinnumaður þá er það hundrað prósent á hreinu að hann var að reyna þetta. Hins vegar skil ég af hverju myndbandsdómarinn segir að þetta hafi verið slys og við getum ekki sannað það. En sem atvinnumaður þá veistu það.“ Everton defender Ben Godfrey puts his studs onto Takehiro Tomiyasu’s face, but after a VAR review, not even a yellow card is given. 🤔 #afc pic.twitter.com/YRymFn1M8U— afcstuff (@afcstuff) December 6, 2021 Jamie Carragher tók í sama streng og kollegi sinn, og segir að Godfrey hafi verið heppinn. „Hann ætlaði sér að gera þetta, en ég skil af hverju þetta er ekki rautt. Hann er virkilega heppinn strákur,“ sagði Carragher. Enski boltinn Tengdar fréttir Gray hetja Everton eftir að VAR virtist ætla að stela senunni Everton vann hádramatískan 2-1 sigur á Arsenal í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Dómgæsla leiksins – og myndbandsdómgæsla – var hins vegar í brennidepli framan af leik. 6. desember 2021 22:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Í 2-1 sigri Everton geng Arsenal í gær átti sér stað ljótt atvik þegar Ben Godfrey, leikmaður Everton, steig á andlit Takehiro Tomiyasu, leikmanns Arsenal. Atvikið var skoðað í VAR, en dómari leiksins, Mike Dean, mat það svo að um óviljaverk væri að ræða og því fékk Godfrey að halda leik áfram. Gary Neville er þó ekki sammála því, en segist þó skilja að Dean hafi ekki veifað rauða spjaldinu. „Þú ert að tala við tvo meistara í því að fylgja eftir í andlit andstæðingsins og láta það líta út eins og slys,“ sagði Neville í setti hjá Sky Sports eftir leik gærkvöldsins, og átti þá við sig sjálfan og Jamie Carragher, fyrrverandi leikmann Liverpool. „Við höldum að hann ætli sér klárlega að gera þetta. Hann áttar sig svo á því hvað hann hefur gert og segir bara „Æ, þetta var slys.“ „Sem atvinnumaður þá er það hundrað prósent á hreinu að hann var að reyna þetta. Hins vegar skil ég af hverju myndbandsdómarinn segir að þetta hafi verið slys og við getum ekki sannað það. En sem atvinnumaður þá veistu það.“ Everton defender Ben Godfrey puts his studs onto Takehiro Tomiyasu’s face, but after a VAR review, not even a yellow card is given. 🤔 #afc pic.twitter.com/YRymFn1M8U— afcstuff (@afcstuff) December 6, 2021 Jamie Carragher tók í sama streng og kollegi sinn, og segir að Godfrey hafi verið heppinn. „Hann ætlaði sér að gera þetta, en ég skil af hverju þetta er ekki rautt. Hann er virkilega heppinn strákur,“ sagði Carragher.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gray hetja Everton eftir að VAR virtist ætla að stela senunni Everton vann hádramatískan 2-1 sigur á Arsenal í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Dómgæsla leiksins – og myndbandsdómgæsla – var hins vegar í brennidepli framan af leik. 6. desember 2021 22:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Gray hetja Everton eftir að VAR virtist ætla að stela senunni Everton vann hádramatískan 2-1 sigur á Arsenal í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Dómgæsla leiksins – og myndbandsdómgæsla – var hins vegar í brennidepli framan af leik. 6. desember 2021 22:00