Goðsögnin Origi: Stígur upp þegar mest á reynir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 16:31 Þegar allt annað þrýtur er gott að eiga einn Divock Origi á bekknum. Robbie Jay Barratt/Getty Images Það virðist sem Divock Origi skori einungis þegar stórstjörnur Liverpool-liðsins eru heillum hornfar og það stefnir í að liðið tapi stigum. Það gerðist um helgina er Liverpool vann 1-0 sigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni. Það voru komnar fjórar mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í leik Wolves og Liverpool þegar Mohamed Salah gaf á Divock Origi inn í vítateig Úlfanna. Origi – með bakið í markið – náði að snúa með boltann og renna honum í netið framhjá varnarlausum José Sá í marki heimamanna. Liverpool vann leikinn 1-0 og er nú aðeins stigi á eftir toppliði Manchester City. Origi hefur nú skorað 39 mörk í 166 leikjum fyrir Liverpool en það breytti því ekki að hann er goðsögn hjá félaginu. Spyrjið bara Jürgen Klopp. „Farðu út á völl og vertu bara Divock,“ voru skilaboðin sem sóknarmaðurinn fékk örskömmu áður en hann var sendur á vettvang til að bjarga málunum enn á ný. Liverpool keypti Origi á 10 milljónir punda frá franska félaginu Lille árið 2014. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið, gegn Southampton í deildarbikarnum. Síðan Klopp tókst að búa til þetta ógnarsterka Liverpool-lið sem við þekkjum í dag hefur Origi mestmegnis setið á bekknum. Few boast such a remarkable collection of spine-tingling moments. Few have been responsible for so many splayed limbs. Divock Origi s ratio of goals that resonate is truly unprecedented. #LFC #Origi https://t.co/BoJaiPgNgc— James Pearce (@JamesPearceLFC) December 5, 2021 Hann hefur hins vegar verið duglegur að koma inn á þegar liðinu nauðsynlega vantar mark. Ásamt mörkunum frægu gegn Barcelona þá skoraði hann jöfnunarmark gegn West Bromwich Albion í uppbótartíma þegar Klopp var nýtekinn við. Tímabilið 2018-2019 skoraði hann sigurmark gegn Everton eftir skelfileg mistök Jordan Pickford þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Það var hans fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni í 19 mánuði. Hann skoraði einnig mark gegn Newcastle United sem sá til þess að titilbaráttan var enn galopin í lokaleik tímabilsins 2018-2019. Hann kom inn af bekknum í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og tryggði Liverpool 2-0 sigur á Tottenham Hotspur. Af þeim 39 mörkum sem Origi hefur skorað fyrir Liverpool hafa 11 komið eftir að hann kom inn á sem varamaður. Jafn mörg hefur hann skorað á 83. mínútu eða síðar í leikjum sínum fyrir félagið. WOW! Unreal feeling. Was a scrap but that s why we always fight to the end P.s. I ll take my grandkids to visit the Divock Origi statue one day WHAT A MAN #YNWA pic.twitter.com/FYkUq7Yq61— Andy Robertson (@andrewrobertso5) December 4, 2021 Þó svo að Klopp óski þess að Origi finni sér þjálfara sem gefi honum meiri tíma inn á vellinum er ljóst að Liverpool mun sagna hans mikið ef hann ákveður að halda á vit nýrra ævintýra. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Origi hetja Liverpool Divock Origi var hetja Liverpool er liðið vann 1-0 útisigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. desember 2021 16:55 Klopp: „Origi er goðsögn“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni. 5. desember 2021 07:01 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Það voru komnar fjórar mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í leik Wolves og Liverpool þegar Mohamed Salah gaf á Divock Origi inn í vítateig Úlfanna. Origi – með bakið í markið – náði að snúa með boltann og renna honum í netið framhjá varnarlausum José Sá í marki heimamanna. Liverpool vann leikinn 1-0 og er nú aðeins stigi á eftir toppliði Manchester City. Origi hefur nú skorað 39 mörk í 166 leikjum fyrir Liverpool en það breytti því ekki að hann er goðsögn hjá félaginu. Spyrjið bara Jürgen Klopp. „Farðu út á völl og vertu bara Divock,“ voru skilaboðin sem sóknarmaðurinn fékk örskömmu áður en hann var sendur á vettvang til að bjarga málunum enn á ný. Liverpool keypti Origi á 10 milljónir punda frá franska félaginu Lille árið 2014. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið, gegn Southampton í deildarbikarnum. Síðan Klopp tókst að búa til þetta ógnarsterka Liverpool-lið sem við þekkjum í dag hefur Origi mestmegnis setið á bekknum. Few boast such a remarkable collection of spine-tingling moments. Few have been responsible for so many splayed limbs. Divock Origi s ratio of goals that resonate is truly unprecedented. #LFC #Origi https://t.co/BoJaiPgNgc— James Pearce (@JamesPearceLFC) December 5, 2021 Hann hefur hins vegar verið duglegur að koma inn á þegar liðinu nauðsynlega vantar mark. Ásamt mörkunum frægu gegn Barcelona þá skoraði hann jöfnunarmark gegn West Bromwich Albion í uppbótartíma þegar Klopp var nýtekinn við. Tímabilið 2018-2019 skoraði hann sigurmark gegn Everton eftir skelfileg mistök Jordan Pickford þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Það var hans fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni í 19 mánuði. Hann skoraði einnig mark gegn Newcastle United sem sá til þess að titilbaráttan var enn galopin í lokaleik tímabilsins 2018-2019. Hann kom inn af bekknum í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og tryggði Liverpool 2-0 sigur á Tottenham Hotspur. Af þeim 39 mörkum sem Origi hefur skorað fyrir Liverpool hafa 11 komið eftir að hann kom inn á sem varamaður. Jafn mörg hefur hann skorað á 83. mínútu eða síðar í leikjum sínum fyrir félagið. WOW! Unreal feeling. Was a scrap but that s why we always fight to the end P.s. I ll take my grandkids to visit the Divock Origi statue one day WHAT A MAN #YNWA pic.twitter.com/FYkUq7Yq61— Andy Robertson (@andrewrobertso5) December 4, 2021 Þó svo að Klopp óski þess að Origi finni sér þjálfara sem gefi honum meiri tíma inn á vellinum er ljóst að Liverpool mun sagna hans mikið ef hann ákveður að halda á vit nýrra ævintýra.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Origi hetja Liverpool Divock Origi var hetja Liverpool er liðið vann 1-0 útisigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. desember 2021 16:55 Klopp: „Origi er goðsögn“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni. 5. desember 2021 07:01 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Origi hetja Liverpool Divock Origi var hetja Liverpool er liðið vann 1-0 útisigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. desember 2021 16:55
Klopp: „Origi er goðsögn“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni. 5. desember 2021 07:01