Klopp: „Origi er goðsögn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. desember 2021 07:01 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, jós lofi yfir Divock Origi eftir sigur liðsins gegn Wolves í gær. James Gill - Danehouse/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni. Origi kom inn á sem varamaður fyrir Jordan Henderson þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði hann fyrsta og eina mark leiksins, og tryggði Liverpool þar með stigin þrjú, og toppsæti deildarinnar í nokkrar klukkustundir. „Hann er frábær leikmaður og geggjaður gæji,“ sagði Klopp í samtali við BBC eftir sigurinn. „Að koma inn á og leggja sitt af mörkum fyrir liðið eins og hann gerði í dag, að skora þetta mark - framúrskarandi. Ég er mjög, mjög glaður fyrir hans hönd.“ Origi er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool, en þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann skorar mark undir lok leiks. Mark gærdagsins var hans tíunda eftir að hafa komið inn á sem varamaður, en enginn leikmaður hefur skorað meira fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Leikur gærkvöldsins markaði líka áhugaverð tímamót fyrir Origi, en þetta var í hundraðasta skipti sem hann kemur inn á sem varamaður fyrir Liverpool. „Divock Origi er goðsög. Fólk mun skrifa bækur um hann, vonandi. Ef ekki þá geri ég það,“ sagði Klopp léttur. „Hann er magnaður framherji. Af ýmsum ástæðum hefur hann ekki spilað mjög mikið, en ég vona að einn daginn finni hann þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur en ég.“ „Hann er einn sá besti sem ég hef séð í að klára færi. Í þessu frábæra liði, með þessa sóknarlínu, spilar hann ekki mjög mikið. En hann er jákvæður strákur, elskar klúbbinn, vill leggja sitt af mörkum, og hann gerði það með stæl í kvöld.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira
Origi kom inn á sem varamaður fyrir Jordan Henderson þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði hann fyrsta og eina mark leiksins, og tryggði Liverpool þar með stigin þrjú, og toppsæti deildarinnar í nokkrar klukkustundir. „Hann er frábær leikmaður og geggjaður gæji,“ sagði Klopp í samtali við BBC eftir sigurinn. „Að koma inn á og leggja sitt af mörkum fyrir liðið eins og hann gerði í dag, að skora þetta mark - framúrskarandi. Ég er mjög, mjög glaður fyrir hans hönd.“ Origi er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool, en þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann skorar mark undir lok leiks. Mark gærdagsins var hans tíunda eftir að hafa komið inn á sem varamaður, en enginn leikmaður hefur skorað meira fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Leikur gærkvöldsins markaði líka áhugaverð tímamót fyrir Origi, en þetta var í hundraðasta skipti sem hann kemur inn á sem varamaður fyrir Liverpool. „Divock Origi er goðsög. Fólk mun skrifa bækur um hann, vonandi. Ef ekki þá geri ég það,“ sagði Klopp léttur. „Hann er magnaður framherji. Af ýmsum ástæðum hefur hann ekki spilað mjög mikið, en ég vona að einn daginn finni hann þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur en ég.“ „Hann er einn sá besti sem ég hef séð í að klára færi. Í þessu frábæra liði, með þessa sóknarlínu, spilar hann ekki mjög mikið. En hann er jákvæður strákur, elskar klúbbinn, vill leggja sitt af mörkum, og hann gerði það með stæl í kvöld.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira