Enski boltinn

Horfði á leik Chelsea og Man United upp á þakinu á Stamford Bridge

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd stuðningsmannsins og yfirlitsmynd af Stamford Bridge.
Mynd stuðningsmannsins og yfirlitsmynd af Stamford Bridge. Samsett/Getty og Twitter

Stuðningsmaður Manchester United horfði á leik liðsins um síðustu helgi frá mjög hættulegum en jafnframt óvenjulegum stað.

Umræddum stuðningsmanni tókst að klifra upp á þakið á Stamford Bridge og horfa á leikinn þaðan.

Það er ekki vitað hvernig honum tókst að komast þangað upp en hann sannaði veru sína þar með því að taka sjálfu af sér horfandi á leikinn sem endaði með 1-1 jafntefli.

Það er auðvitað kolólöglegt að vera þarna uppi og stórhættulegt.

Stuðningsmaðurinn heitir Jacob Scott og hann hefur fengið góð viðbrögð við Twitter-færslu sinni en fljótlega voru tíu þúsund búnir að líka við myndina af honum.

Öryggisverðir á Brúnni munu væntanlega rannsaka það hvernig hann komst alla leið upp án þess að þeir tækju eftir því.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.