Mörg lið í ensku úrvalsdeildinni ganga svo langt að gefa út þrjá nýja búninga fyrir hvert tímabil, en framkvæmdastjóri Brentford, Jon Varney, segir að fótbolti eigi að vera á viðráðanlegu verði fyrir aðdáendur íþróttarinnar.
„Okkur finnst að fótboltinn eigi að vera á viðráðanlegu verði fyrir stuðningsmennina okkar og við vitum að íþróttin þarf að huga meira að sjálfbærni,“ sagði Varney.
„Þetta er kannski ekki stórt, en við höfum trú á því að þetta hjálpi.“
Ef horft er á sjálfbærniþáttinn sem Varney nefnir þá hefur ein treyja sem er gerð úr pólýester - eins og flestar fótboltatreyjur - meira en tvöfalt kolefnisfótspor treyju sem ferð er úr bómull. Þannig skilur ein treyja úr pólýester eftir sig 5,5 kíló af koltvísýringi samanborið við 2,1 kíló sem bómullartreyja skilur eftir sig.
Varney hélt áfram, og segir að það geti í það minnsta ekki verið slæmt að endurnýta treyjurnar.
„Þegar við bárum þessa hugmynd undir starfsfólk félagsins tóku allir mjög vel í hana. Við höldum líka að þetta sé skref í rétta átt fyrir umhverfið.“
#BrentfordFC have announced they will continue to wear their current home shirt next season, as they look to make their kits more sustainable and affordable for fans 🐝♻️
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 25, 2021