Grænlensku „tilraunabörnin“ krefjast bóta frá danska ríkinu Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2021 11:50 22 grænlensk börn voru tekin af fjölskyldum sínum árið 1951 og send til Danmerkur til að aðlagast dönsku samfélagi. Þau sneru svo aftur til Grænlands og dvöldu þá á barnaheimili í Nuuk. Getty Hópur Grænlendinga hefur krafið danska ríkið um skaðabætur vegna félagslegrar tilraunar sem þau voru hluti af sem börn árið 1951. 22 grænlensk börn voru þá tekin af fjölskyldum sínum og send til Danmerkur til að aðlagast dönsku samfélagi. Þeim var svo snúið aftur til Grænlands og var hugsunin að gera þau að einhvers konar dönskumælandi „elítu“, en þau voru þá látin búa á barnaheimilum í höfuðborginni Nuuk. Tilraunin átti eftir að hafa miklar afleiðingar fyrir börnin, þar sem um helmingur þeirra átti eftir að glíma við mikil andleg veikindi og áfengisfíkn. Mörg þeirra áttu eftir að deyja langt fyrir aldur fram og þá átti einungis helmingur þeirra eftir að mennta sig. Danskir fjölmiðlar segja nú frá því að sex þessara barna, þau sem enn eru á lífi, hafi nú krafið danska ríkið um skaðabætur vegna tilraunarinnar. „Þau misstu fjölskyldu sína, tungumálið sitt, menningu og þá tilfinningu að tilheyra. Þetta var sömuleiðis brot á rétti þeirra til einka- og fjölskyldulífs samkvæmt áttundu grein mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir lögmaður þeirra, Mads Krøger Pramming, í samtali við Politiken. Hópurinn fer fram á 250 þúsund danskra króna í skaðabætur, um fimm milljónir íslenskra króna, til hvers og eins, vilji danska ríkið að málið fari ekki fyrir dómstóla. Hefur hópurinn veitt danska ríkinu fjórtán daga frest til að bregðast við. Danska ríkisstjórnin og forsætisráðherrann Mette Frederiksen bað grænlensku „tilraunabörnin“ opinberlega afsökunar á málinu á síðasta ári. „Við getum ekki breytt hinu liðna. En við getum axlað ábyrgð og beðið þá afsökunar sem við brugðumst,“ sagði Frederiksen þá. Grænland Danmörk Tengdar fréttir Biður grænlensku börnin afsökunar Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið 22 Grænlendinga, sem voru sem börn teknir af fjölskyldum sínum og fluttir nauðugir til Danmerkur árið 1951, opinberlega afsökunar. 8. desember 2020 12:36 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
22 grænlensk börn voru þá tekin af fjölskyldum sínum og send til Danmerkur til að aðlagast dönsku samfélagi. Þeim var svo snúið aftur til Grænlands og var hugsunin að gera þau að einhvers konar dönskumælandi „elítu“, en þau voru þá látin búa á barnaheimilum í höfuðborginni Nuuk. Tilraunin átti eftir að hafa miklar afleiðingar fyrir börnin, þar sem um helmingur þeirra átti eftir að glíma við mikil andleg veikindi og áfengisfíkn. Mörg þeirra áttu eftir að deyja langt fyrir aldur fram og þá átti einungis helmingur þeirra eftir að mennta sig. Danskir fjölmiðlar segja nú frá því að sex þessara barna, þau sem enn eru á lífi, hafi nú krafið danska ríkið um skaðabætur vegna tilraunarinnar. „Þau misstu fjölskyldu sína, tungumálið sitt, menningu og þá tilfinningu að tilheyra. Þetta var sömuleiðis brot á rétti þeirra til einka- og fjölskyldulífs samkvæmt áttundu grein mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir lögmaður þeirra, Mads Krøger Pramming, í samtali við Politiken. Hópurinn fer fram á 250 þúsund danskra króna í skaðabætur, um fimm milljónir íslenskra króna, til hvers og eins, vilji danska ríkið að málið fari ekki fyrir dómstóla. Hefur hópurinn veitt danska ríkinu fjórtán daga frest til að bregðast við. Danska ríkisstjórnin og forsætisráðherrann Mette Frederiksen bað grænlensku „tilraunabörnin“ opinberlega afsökunar á málinu á síðasta ári. „Við getum ekki breytt hinu liðna. En við getum axlað ábyrgð og beðið þá afsökunar sem við brugðumst,“ sagði Frederiksen þá.
Grænland Danmörk Tengdar fréttir Biður grænlensku börnin afsökunar Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið 22 Grænlendinga, sem voru sem börn teknir af fjölskyldum sínum og fluttir nauðugir til Danmerkur árið 1951, opinberlega afsökunar. 8. desember 2020 12:36 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Biður grænlensku börnin afsökunar Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið 22 Grænlendinga, sem voru sem börn teknir af fjölskyldum sínum og fluttir nauðugir til Danmerkur árið 1951, opinberlega afsökunar. 8. desember 2020 12:36