Veður

Tals­verð rigning vestan­til og hvasst á Norður­landi og í Ör­æfum

Atli Ísleifsson skrifar
Talsverð rigning á verður á vesturhelmingi landsins í dag, en úrkomulítið fyrir austan.
Talsverð rigning á verður á vesturhelmingi landsins í dag, en úrkomulítið fyrir austan. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir suðvestlægri átt, þrettán til átján metrum á sekúndu, og sums staðar mun hvassara á Norðurlandi um tíma og í Öræfum.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að hiti á landinu verði á bilinu fjögur til níu stig. Mun hægara og skúrir eða él vestantil um kvöldið og kólnar. Talsverð rigning á vesturhelmingi landsins, en úrkomulítið austantil. 

„Breytileg átt 3-8 á morgun, en gengur í norðlæga átt 5-13, en 10-18 norðvestantil. Él eða slydduél á víð og dreif, en þurrt að kalla á Austurlandi. Hiti kringum frostmark, en 0 til 5 stig við suðurströndina.

Hvöss norðanátt á miðvikudagsmorgun og éljagangur fyrir norðan, en þurrt að kalla sunnantil. Dregur úr vindi og úrkomu er líður á daginn. Frost víða um landið.

Ný lægð kemur með suðvestanátt og talsverðri úrkomu á fimmtudag. Hlýnandi veður.“

Spákortið fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Snýst í norðan 8-13 m/s með éljum á N-verðu landinu, en hæg breytileg átt og skúrir eða slydduél syðra. Hiti yfirleitt kringum frostmark, en 0 til 4 stig við suðurströndina.

Á miðvikudag: Hvöss norðanátt með snjókomu eða éljum í fyrstu, en þurrt að kalla sunnantil. Lægir smám saman og léttir til eftir hádegi, fyrst norðvestanlands. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins.

Á fimmtudag: Vestlæg eða suðvestlæg átt með rigningu eða snjókomu víða um land. Norðlægari seinnipartinn með éljum, einkum fyrir norðan. Fremur svalt í veðri.

Á föstudag: Norðlæg átt, allhvöss A-til og víða él, en kólnar ört í veðri.

Á laugardag: Breytileg átt með éljum á víð og dreif og talsvert frost um land allt.

Á sunnudag: Útlit fyrir austlæga átt með snjókomu víða. Hiti breytist lítið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.