Allar þjóðir samþykktu nýjan loftslagssamning á elleftu stundu Eiður Þór Árnason skrifar 13. nóvember 2021 19:55 Alok Sharma, forseti COP26, (annar frá hægri) og Patricia Espinosa, framkvæmdastjóri UNFCCC, (til vinstri við hann) fögnuðu samkomulaginu í kvöld. Ap/Alberto Pezzali Öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu í kvöld nýjan loftslagssamning á COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Síðkomin breyting á orðalagi um samdrátt í kolanotkun kom mörgum í opna skjöldu. Stuðningsaðilar samningsins telja að hann styðji við markmið um að halda hlýnun innan við 1,5 gráður en aðrir segja samkomulagið ekki ganga nógu langt. Loftslagsráðstefnunni átti upphaflega að ljúka í gær en þá hafði ekki náðst samstaða um innihald samningsins sem verður kenndur við Glasgow. Fulltrúar Indlands og Kína kölluðu eftir þeirri breytingu á síðustu metrum viðræðnanna að í stað orðalags á þá leið að kolanotkun yrði hætt í áföngum (e. phase-out) yrði talað um að draga úr henni (e. phase-down) í skrefum. Tillagan var samþykkt en fjölmargir hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með breytinguna, þar á meðal fulltrúar Evrópuþjóða og eyríkja. Fulltrúar frá ólikum löndum stilltu sér upp fyrir hópmynd á lokadegi COP26 ráðstefnunnar.AP/Alberto Pezzali Alok Sharma, forseti COP, sagði að samningurinn væri ófullkominn en að samþykkt hans sýndi að stuðningur og samstaða ríkti um markmiðið hans. „Ég vona að við getum yfirgefið þessa ráðstefnu vitandi að okkur hafi tekist að skapa eitthvað þýðingarmikið fyrir jarðarbúa og plánetuna í sameiningu.“ Þá virtist Sharma reyna að halda aftur af tárum sínum í kvöld þegar hann sagðist skilja að margir hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með niðurstöðu þingsins. Hann baðst afsökunar á því hvernig mál þróuðust en sagði að þrátt fyrir allt væri mikilvægt fyrir þjóðir heims að standa á bak við samninginn. An emotional Alok Sharma says he is "deeply sorry" for the way the #COP26 conference has unfolded.Holding back tears, the COP president says "I understand the deep disappointment but it is also vital that we protect this package."Read more: https://t.co/qbtRXxkCLQ pic.twitter.com/5RmKuTFlu0— Sky News (@SkyNews) November 13, 2021 Skuldbindingar samningsins dugi skammt Fram kemur í frétt The Guardian að mikið vanti upp á til að skuldbindingarnar sem samþykktar voru um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda nái þeim viðmiðum sem þjóðir þurfi að ná til að halda í við 1,5 gráðu markmiðið. Þetta sýni tilmæli loftslagsvísindamanna sem benda til þess að frekari endurskoðun sé nauðsynleg ef þjóðir vilji halda sig innan 1,5 gráðu markmiðsins sem var lykilþáttur í Parísarsamkomulaginu. Hafa ríkin samþykkt að snúa aftur að samningaborðinu á ráðstefnu í Egyptalandi á næsta ári og yfirfara markmið sín. Frans Timmermans, samningamaður Evrópusambandsins, sagðist vonsvikinn með breytinguna á kolaákvæðinu og að sambandið hafi viljað ganga lengra en fyrri tillaga sagði til um. Þrátt fyrir það ætti orðalagið ekki að koma í veg fyrir að þjóðir heims myndu sammælast um „sögulega niðurstöðu“ í Glasgow. Fulltrúi Sviss sagði að þessi samningur muni ekki færa þjóðir nær því að ná 1,5 gráðu markmiðinu heldur þvert á móti gera þeim erfiðara um vik. Viðbætur sem hafi verið samþykktar á síðustu stundu hafi veikt áhrifamátt samkomulagsins. This will not bring us closer to 1.5 but make it more difficult to reach it. Switzerland s envoy Simonetta Sommaruga received a long ovation when she expressed their profound disappointment at last-minute changes to the Glasgow Climate Pact #COP26 pic.twitter.com/8HqgVxCPwi— Bloomberg Quicktake (@Quicktake) November 13, 2021 John Kerry, sem leiðir sendinefnd Bandaríkjamanna, segir að innihald samningsins setji markið hærra fyrir heiminn og að þjóðir geti ekki látið kröfur um fullkomnum hindra jákvæðar skref í rétta átt. Sendinefnd Marshalleyja sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með niðurstöðuna og að hún hafi samþykkt samninginn með mikilli tregðu. Talið er að stór hluti eyjaklasans eigi á hættu að fara undir vatn á næstu áratugum ef fram heldur sem horfir en eyjurnar 1.200 liggja einungis tveimur metrum yfir sjávarmáli Kyrrahafsins. Aðgerðarsinninn Greta Thunberg gefur ekki mikið fyrir afurð COP26 í færslu á Twitter og segir að hin raunverulega vinna muni halda áfram utan ráðstefnuhallarinnar í Glasgow. The #COP26 is over. Here s a brief summary: Blah, blah, blah.But the real work continues outside these halls. And we will never give up, ever. https://t.co/EOne9OogiR— Greta Thunberg (@GretaThunberg) November 13, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir Heimsleiðtogar hafi brugðist komandi kynslóðum Formaður Ungra umhverfissinna segir að leiðtogar heims hafi brugðist þegar kemur að því að sýna fram á metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á lofstlagsráðstefnunni í Glasgow. Með samningsdrögum ráðstefnunnar verði erfitt að halda markmiði um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á lífi. 13. nóvember 2021 16:17 COP26 fer í framlengingu: Enn er þrasað um loftslagsmál í Glasgow Samningaviðræður standa enn yfir á lokametrum loftslagsráðstefnunnar í Glasgow sem átti að ljúka klukkan sex í kvöld. Drög að nýju og bitlausara samkomulagi voru birt í dag. 12. nóvember 2021 23:18 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Sjá meira
Stuðningsaðilar samningsins telja að hann styðji við markmið um að halda hlýnun innan við 1,5 gráður en aðrir segja samkomulagið ekki ganga nógu langt. Loftslagsráðstefnunni átti upphaflega að ljúka í gær en þá hafði ekki náðst samstaða um innihald samningsins sem verður kenndur við Glasgow. Fulltrúar Indlands og Kína kölluðu eftir þeirri breytingu á síðustu metrum viðræðnanna að í stað orðalags á þá leið að kolanotkun yrði hætt í áföngum (e. phase-out) yrði talað um að draga úr henni (e. phase-down) í skrefum. Tillagan var samþykkt en fjölmargir hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með breytinguna, þar á meðal fulltrúar Evrópuþjóða og eyríkja. Fulltrúar frá ólikum löndum stilltu sér upp fyrir hópmynd á lokadegi COP26 ráðstefnunnar.AP/Alberto Pezzali Alok Sharma, forseti COP, sagði að samningurinn væri ófullkominn en að samþykkt hans sýndi að stuðningur og samstaða ríkti um markmiðið hans. „Ég vona að við getum yfirgefið þessa ráðstefnu vitandi að okkur hafi tekist að skapa eitthvað þýðingarmikið fyrir jarðarbúa og plánetuna í sameiningu.“ Þá virtist Sharma reyna að halda aftur af tárum sínum í kvöld þegar hann sagðist skilja að margir hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með niðurstöðu þingsins. Hann baðst afsökunar á því hvernig mál þróuðust en sagði að þrátt fyrir allt væri mikilvægt fyrir þjóðir heims að standa á bak við samninginn. An emotional Alok Sharma says he is "deeply sorry" for the way the #COP26 conference has unfolded.Holding back tears, the COP president says "I understand the deep disappointment but it is also vital that we protect this package."Read more: https://t.co/qbtRXxkCLQ pic.twitter.com/5RmKuTFlu0— Sky News (@SkyNews) November 13, 2021 Skuldbindingar samningsins dugi skammt Fram kemur í frétt The Guardian að mikið vanti upp á til að skuldbindingarnar sem samþykktar voru um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda nái þeim viðmiðum sem þjóðir þurfi að ná til að halda í við 1,5 gráðu markmiðið. Þetta sýni tilmæli loftslagsvísindamanna sem benda til þess að frekari endurskoðun sé nauðsynleg ef þjóðir vilji halda sig innan 1,5 gráðu markmiðsins sem var lykilþáttur í Parísarsamkomulaginu. Hafa ríkin samþykkt að snúa aftur að samningaborðinu á ráðstefnu í Egyptalandi á næsta ári og yfirfara markmið sín. Frans Timmermans, samningamaður Evrópusambandsins, sagðist vonsvikinn með breytinguna á kolaákvæðinu og að sambandið hafi viljað ganga lengra en fyrri tillaga sagði til um. Þrátt fyrir það ætti orðalagið ekki að koma í veg fyrir að þjóðir heims myndu sammælast um „sögulega niðurstöðu“ í Glasgow. Fulltrúi Sviss sagði að þessi samningur muni ekki færa þjóðir nær því að ná 1,5 gráðu markmiðinu heldur þvert á móti gera þeim erfiðara um vik. Viðbætur sem hafi verið samþykktar á síðustu stundu hafi veikt áhrifamátt samkomulagsins. This will not bring us closer to 1.5 but make it more difficult to reach it. Switzerland s envoy Simonetta Sommaruga received a long ovation when she expressed their profound disappointment at last-minute changes to the Glasgow Climate Pact #COP26 pic.twitter.com/8HqgVxCPwi— Bloomberg Quicktake (@Quicktake) November 13, 2021 John Kerry, sem leiðir sendinefnd Bandaríkjamanna, segir að innihald samningsins setji markið hærra fyrir heiminn og að þjóðir geti ekki látið kröfur um fullkomnum hindra jákvæðar skref í rétta átt. Sendinefnd Marshalleyja sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með niðurstöðuna og að hún hafi samþykkt samninginn með mikilli tregðu. Talið er að stór hluti eyjaklasans eigi á hættu að fara undir vatn á næstu áratugum ef fram heldur sem horfir en eyjurnar 1.200 liggja einungis tveimur metrum yfir sjávarmáli Kyrrahafsins. Aðgerðarsinninn Greta Thunberg gefur ekki mikið fyrir afurð COP26 í færslu á Twitter og segir að hin raunverulega vinna muni halda áfram utan ráðstefnuhallarinnar í Glasgow. The #COP26 is over. Here s a brief summary: Blah, blah, blah.But the real work continues outside these halls. And we will never give up, ever. https://t.co/EOne9OogiR— Greta Thunberg (@GretaThunberg) November 13, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir Heimsleiðtogar hafi brugðist komandi kynslóðum Formaður Ungra umhverfissinna segir að leiðtogar heims hafi brugðist þegar kemur að því að sýna fram á metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á lofstlagsráðstefnunni í Glasgow. Með samningsdrögum ráðstefnunnar verði erfitt að halda markmiði um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á lífi. 13. nóvember 2021 16:17 COP26 fer í framlengingu: Enn er þrasað um loftslagsmál í Glasgow Samningaviðræður standa enn yfir á lokametrum loftslagsráðstefnunnar í Glasgow sem átti að ljúka klukkan sex í kvöld. Drög að nýju og bitlausara samkomulagi voru birt í dag. 12. nóvember 2021 23:18 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Sjá meira
Heimsleiðtogar hafi brugðist komandi kynslóðum Formaður Ungra umhverfissinna segir að leiðtogar heims hafi brugðist þegar kemur að því að sýna fram á metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á lofstlagsráðstefnunni í Glasgow. Með samningsdrögum ráðstefnunnar verði erfitt að halda markmiði um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á lífi. 13. nóvember 2021 16:17
COP26 fer í framlengingu: Enn er þrasað um loftslagsmál í Glasgow Samningaviðræður standa enn yfir á lokametrum loftslagsráðstefnunnar í Glasgow sem átti að ljúka klukkan sex í kvöld. Drög að nýju og bitlausara samkomulagi voru birt í dag. 12. nóvember 2021 23:18