Innlent

Heims­leið­togar hafi brugðist komandi kyn­slóðum

Elísabet Inga Sigurðardóttir og Árni Sæberg skrifa
Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow.
Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow.

Formaður Ungra umhverfissinna segir að leiðtogar heims hafi brugðist þegar kemur að því að sýna fram á metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á lofstlagsráðstefnunni í Glasgow. Með samningsdrögum ráðstefnunnar verði erfitt að halda markmiði um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á lífi.

Samningaviðræður standa enn yfir á loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Ráðstefnunni átti að ljúka klukkan sex í gærkvöldi en þá voru birt drög samkomulagi. Tinna Hallgrímsdóttir, formaður ungra umhverfissinna segir margt jákvætt í samningsdrögunum þó annað gangi ekki nógu langt.

„Þetta er í fyrsta skipti sem minnst er á jarðefnaeldsneyti í texta sem fellur undir samninginn en við vitum náttúrulega að það er einn helsti óvinurinn í baráttunni við loftslagsbreytingar. Það er sigur út af fyrir sig, að það sé minnst á það. Hins vegar sjáum við að orðalagið hefur veikst frá fyrstu drögum,“ segir hún. 

Tinna segir að með samningsdrögunum verði erfitt að halda markmiðinu um 1,5 gráðu á lífi.

„Við erum nær en við vorum áður en samt langt frá því sem við þurfum að vera. Við erum núna að stefna á hlýnun upp á 2,4 gráður til 2,7 gráður, sem er náttúrulega óásættanlegt,“ segir Tinna.

Markmiðin dugi ekki til að tryggja færsæla framtíð fyrir ungt fólk og aðrar lífverur sem deila jörðinni með okkur. Því hafi leiðtogar heimsins brugðist.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.