COP26 fer í framlengingu: Enn er þrasað um loftslagsmál í Glasgow Sunna Sæmundsdóttir og Árni Sæberg skrifa 12. nóvember 2021 23:18 Alok Sharma er forseti COP26, Stöð 2 Samningaviðræður standa enn yfir á lokametrum loftslagsráðstefnunnar í Glasgow sem átti að ljúka klukkan sex í kvöld. Drög að nýju og bitlausara samkomulagi voru birt í dag. Talið er að samningaviðræðum verði ekki lokið fyrr en annað kvöld að sögn The Guardian. Ný samningsdrög sem voru birt í morgun voru mörgum vonbrigði þar sem dregið var verulega úr orðalagi um kol og jarðefnaeldsneyti. Í fyrri drögum var talað um að ríki skyldu hraða því að taka kol og niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti úr umferð. „Þetta leit mjög vel út í fyrstu. Textinn var skýr. Draga úr vinnslu og notkun kola og engar niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti. Nú er textinn óljósari, ekkert dregið úr kolabrennslu,“ segir Jennifer Tollman, ráðgjafi í loftslagsmálum. Breytingin var kannski viðbúin þar sem stórtækir framleiðendur jarðefnaeldsneytis á borð við Sádi-Arabíu, Rússland og Ástralíu þurfa að veita sitt samþykki. Margir fulltrúar ráðstefnunnar gengu út nú síðdegis og slógust í raðir mótmælenda fyrir utan. Aktívistinn Gréta Thunberg efast um árangur ráðstefnunnar og segir mörg ríki draga lappirnar. „Löndin sem þetta snertir minnst, það er þróuð ríki, neita enn að grípa til jafnvel minnstu ráðstafana. Það getur varla talist vera góður árangur,“ segir hún. Alok Sharma, forseti COP26, stappaði stálinu í sendinefndir í dag. „Þetta er sú stund sem við verðum að efna loforðin og háleitu markmiðin sem leiðtogar okkar gáfu við upphaf þessa leiðtogafundar. Við verðum að vera vandanum vaxin,“ sagði hann í ávarpi. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Skotland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Talið er að samningaviðræðum verði ekki lokið fyrr en annað kvöld að sögn The Guardian. Ný samningsdrög sem voru birt í morgun voru mörgum vonbrigði þar sem dregið var verulega úr orðalagi um kol og jarðefnaeldsneyti. Í fyrri drögum var talað um að ríki skyldu hraða því að taka kol og niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti úr umferð. „Þetta leit mjög vel út í fyrstu. Textinn var skýr. Draga úr vinnslu og notkun kola og engar niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti. Nú er textinn óljósari, ekkert dregið úr kolabrennslu,“ segir Jennifer Tollman, ráðgjafi í loftslagsmálum. Breytingin var kannski viðbúin þar sem stórtækir framleiðendur jarðefnaeldsneytis á borð við Sádi-Arabíu, Rússland og Ástralíu þurfa að veita sitt samþykki. Margir fulltrúar ráðstefnunnar gengu út nú síðdegis og slógust í raðir mótmælenda fyrir utan. Aktívistinn Gréta Thunberg efast um árangur ráðstefnunnar og segir mörg ríki draga lappirnar. „Löndin sem þetta snertir minnst, það er þróuð ríki, neita enn að grípa til jafnvel minnstu ráðstafana. Það getur varla talist vera góður árangur,“ segir hún. Alok Sharma, forseti COP26, stappaði stálinu í sendinefndir í dag. „Þetta er sú stund sem við verðum að efna loforðin og háleitu markmiðin sem leiðtogar okkar gáfu við upphaf þessa leiðtogafundar. Við verðum að vera vandanum vaxin,“ sagði hann í ávarpi.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Skotland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira