Britney loks orðin frjáls Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2021 22:22 Jamie og Britney Spears hafa staðið í langri deilu um forræði yfir fjármálum söngkonunnar og öðrum hlutum lífs hennar. AP Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. Jamie Spears, faðir söngkonunnar, hafði þar til í september farið með forræði yfir dóttur sinni frá árinu 2008. Þau hafa átt í baráttu fyrir dómstólum um forræðið. Dómstóll skipaði nýverið sérfræðing til að halda utan um líf Britney. Yfirleitt þegar einhverjum er veitt forræði yfir fullorðinni manneskju er það vegna þess að hún er ófær um að fara með mál sín og taka ákvarðanir, eins og þeir sem glíma við geðsjúkdóma eða elliglöp. Sjaldheyrt er að fólk fari með forræði yfir öðrum fullorðnum í svo langan tíma. Það var Jodi Montgomery sem fór með stjórn á heilbrigðismálum Britney en hún hefur samið áætlun með geðheilbrigðisráðgjöfum og læknum um að hjálpa söngkonunni í gegnum þær breytingar sem framundan eru, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Síðast þegar deilur feðginanna fóru fyrir dómara í september úrskurðaði Brenda Penny, sami dómari og átti úrskurð kvöldsins, að faðir söngkonunnar ætti ekki lengur að stýra fjármálum hennar. Hann hafði að vísu sjálfur lýst því yfir áður. Penny sagði þó ekki að Jamie Spears hefði brotið af sér á einhvern hátt en sagði að breytinga væri þörf. Allir sem að málinu komu voru samþykkir því að Spears fengi frelsi sitt að nýju. Þar á meðal þau Jamie Spears, faðir Britney sem hafði lengi ráðið fjármálum hennar, móðir hennar, lögmenn hennar og þeir sérfræðingar sem dómstóll hafði skipað til að taka við stjórn lífs hennar að undanförnu. Lögmaður Britney hefur lýst því yfir að ákvarðanir Jamie á þeim árum sem hann fór með forræði yfir fjármálum hennar verði grandskoðaðar. Hann hefur einnig sagt að lögregla eigi að rannsaka fregnir af því að Jamie hafi látið koma fyrir hlerunartæki í herbergi dóttur sinnar. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir „Guð blessi ykkur öll og kyssið minn hvíta, sæta rass“ Sjálfstæðisbarátta Britney Spears hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en þann 30. september öðlaðist poppsöngkonan loks fresli frá föður sínum sem hafði verið forráða-og fjárhaldsmaður hennar síðustu 13 ár. 5. október 2021 15:14 Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30. september 2021 06:55 Britney lokar Instagram-reikningi sínum Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur ákveðið að slökkva á Instagram-reikningi sínum. 15. september 2021 09:01 Britney Spears er trúlofuð Bandaríska söngkonan Britney Spears og kærasti hennar Sam Asghari eru trúlofuð. Spears greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. 12. september 2021 23:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Jamie Spears, faðir söngkonunnar, hafði þar til í september farið með forræði yfir dóttur sinni frá árinu 2008. Þau hafa átt í baráttu fyrir dómstólum um forræðið. Dómstóll skipaði nýverið sérfræðing til að halda utan um líf Britney. Yfirleitt þegar einhverjum er veitt forræði yfir fullorðinni manneskju er það vegna þess að hún er ófær um að fara með mál sín og taka ákvarðanir, eins og þeir sem glíma við geðsjúkdóma eða elliglöp. Sjaldheyrt er að fólk fari með forræði yfir öðrum fullorðnum í svo langan tíma. Það var Jodi Montgomery sem fór með stjórn á heilbrigðismálum Britney en hún hefur samið áætlun með geðheilbrigðisráðgjöfum og læknum um að hjálpa söngkonunni í gegnum þær breytingar sem framundan eru, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Síðast þegar deilur feðginanna fóru fyrir dómara í september úrskurðaði Brenda Penny, sami dómari og átti úrskurð kvöldsins, að faðir söngkonunnar ætti ekki lengur að stýra fjármálum hennar. Hann hafði að vísu sjálfur lýst því yfir áður. Penny sagði þó ekki að Jamie Spears hefði brotið af sér á einhvern hátt en sagði að breytinga væri þörf. Allir sem að málinu komu voru samþykkir því að Spears fengi frelsi sitt að nýju. Þar á meðal þau Jamie Spears, faðir Britney sem hafði lengi ráðið fjármálum hennar, móðir hennar, lögmenn hennar og þeir sérfræðingar sem dómstóll hafði skipað til að taka við stjórn lífs hennar að undanförnu. Lögmaður Britney hefur lýst því yfir að ákvarðanir Jamie á þeim árum sem hann fór með forræði yfir fjármálum hennar verði grandskoðaðar. Hann hefur einnig sagt að lögregla eigi að rannsaka fregnir af því að Jamie hafi látið koma fyrir hlerunartæki í herbergi dóttur sinnar.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir „Guð blessi ykkur öll og kyssið minn hvíta, sæta rass“ Sjálfstæðisbarátta Britney Spears hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en þann 30. september öðlaðist poppsöngkonan loks fresli frá föður sínum sem hafði verið forráða-og fjárhaldsmaður hennar síðustu 13 ár. 5. október 2021 15:14 Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30. september 2021 06:55 Britney lokar Instagram-reikningi sínum Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur ákveðið að slökkva á Instagram-reikningi sínum. 15. september 2021 09:01 Britney Spears er trúlofuð Bandaríska söngkonan Britney Spears og kærasti hennar Sam Asghari eru trúlofuð. Spears greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. 12. september 2021 23:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
„Guð blessi ykkur öll og kyssið minn hvíta, sæta rass“ Sjálfstæðisbarátta Britney Spears hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en þann 30. september öðlaðist poppsöngkonan loks fresli frá föður sínum sem hafði verið forráða-og fjárhaldsmaður hennar síðustu 13 ár. 5. október 2021 15:14
Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30. september 2021 06:55
Britney lokar Instagram-reikningi sínum Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur ákveðið að slökkva á Instagram-reikningi sínum. 15. september 2021 09:01
Britney Spears er trúlofuð Bandaríska söngkonan Britney Spears og kærasti hennar Sam Asghari eru trúlofuð. Spears greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. 12. september 2021 23:00