Lífið

Brit­n­ey lokar Insta­gram-reikningi sínum

Atli Ísleifsson skrifar
Britney Spears á Billboard-hátíðinni 2016
Britney Spears á Billboard-hátíðinni 2016 Getty

Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur ákveðið að slökkva á Instagram-reikningi sínum.

Talsverð umræða fór af stað í gær þegar fylgjendur söngkonunnar tóku eftir því að búið væri að loka reikningnum.

Britney róaði hins vegar taugar aðdáenda sinna og tilkynnti á Twitter að hún hafi ákveðið að slökkva á Instagram á meðan hún fagnar trúlofun sinni. Hún snúi þó brátt aftur.

Britney Spears og Sam Asghari tilkynntu um trúlofun sína fyrr í vikunni, en þau hafa nú verið saman í fimm ár.

Lögmaður Spears, Mathew Rosengart, staðfestir einnig í samtali við Page Six að Spears hafi ákveðið að taka hlé frá samfélagsmiðlum.

Heimildarmaður síðunnar segir að Spears sé með þessu að senda sterk skilaboð, en söngkonan hefur mikið verið í fréttum síðustu misserin þar sem hún sækist eftir að losna undan forræði föður síns.

„Hún er hamingjusöm og á frábærum stað. Þögnin gefur verið öflug og sendir öflug skilaboð. Þetta var hennar ákvörðun,“ er haft eftir heimildarmanni með innsýn í líf söngkonunnar.


Tengdar fréttir

Brit­n­ey Spears er trú­lofuð

Bandaríska söngkonan Britney Spears og kærasti hennar Sam Asghari eru trúlofuð. Spears greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni.

Brit­n­ey einu skrefi nær því að losna undan oki föður síns

Faðir söngkonunnar Britney Spears hefur skilað inn nauðsynlegum skjölum til þess að hann láti af forræði yfir dóttur sinni. Söngkonan færist því skrefinu nær að losna undan valdi föður síns, sem hefur stjórnað lífi hennar og fjármálum síðustu þrettán ár. Britney hefur barist fyrir sjálfræði sínu að undanförnu og er því um stóran sigur að ræða fyrir poppprinsessuna heimsfrægu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.