Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2021 12:31 Britney Spears hefur ekki haft forræði yfir sjálfri sér í þrettán ár. Getty/Axelle Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. Þetta kemur fram í leynilegum dómsskjölum sem New York Times hefur undir höndum og greinir frá. Á þessum þrettán árum sem faðir Britney, Jamie Spears, hefur farið með fjárræði yfir henni hafa aðdáendur Britney lýst yfir miklum áhyggjum af velferð hennar. Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna dómstólar telji að Britney sé enn ófær um að hugsa um sjálfa sig og fara með eigin mál þrátt fyrir að hún vinni enn fyrir sér og sé virk í tónlistarsenunni. Faðir hennar og aðrir sem farið hafa með forræði yfir henni hafa haldið því fram að forræðissviptingin hafi verið nauðsynleg á sínum tíma, Britney hafi verið á mjög slæmum stað í lífinu og þurft á aðstoð aða halda. Þá sé henni alltaf frjálst að taka aftur við stjórninni. Það hafi jafnframt verið hennar val að halda sig úr sviðsljósinu og lifa lífi sínu í ró og næði. Svo virðist þó ekki vera, miðað við dómskjölin sem New York Times hefur undir höndum. Þar kemur fram að Britney, sem er 39 ára gömul í dag, hafi lýst yfir verulegri óánægju með forræðið sem faðir hennar hefur yfir henni. Hún hafi gert það ítrekað um árabil og haldið því fram að það takmarki stjórn hennar á sínu daglega lífi mun meira en forræðismenn hennar vilja meina, allt frá því með hverjum hún sé í sambandi og hvernig hún máli veggina heima hjá sér. „Hún er þreytt á því að vera notuð“ Í skýrslu sem rannsakandi á vegum dómstólanna skrifaði árið 2016 kemur fram að Britney hafi lengi sagt aðra hafa of mikla stjórn á lífi hennar. Forræðið yfir henni hafi verið notað sem kúgandi og stjórnandi afl í lífi hennar. Samkvæmt skýrslunni greindi Britney frá því í samtali við rannsakandann að hún vildi fá forræði aftur yfir sjálfri sér eins fljótt og hægt væri. „Hún er orðin þreytt á því að vera notuð og hún segir að hún vinni fyrir peningum sem fari til allra annarra í kring um hana,“ segir í skýrslunni. Þetta er ekki eina skiptið sem Britney hefur lýst yfir óánægju með forræðismálið en árið 2019 sagði hún í skýrslutöku hjá dómstólum að henni þætti forræðismenn hennar nýta sér stöðu sína til að neyða hana í meðferð á geðsjúkrahúsi og til að spila á tónleikum gegn hennar vilja. Jamie stjórnar 7 milljarða króna ríkidæmi Britney Frá árinu 2008 hefur faðir söngkonunnar, James P. Spears betur þekktur sem Jamie, farið með mest völd yfir lífi hennar. Á þeim tíma höfðu feðginin átt í erfiðu sambandi og má þar vísa til umfjöllunar heimildamyndarinnar Framing Britney Spears, þar sem fram kemur að á fyrstu árum ferils hennar hafi þau vart talast við. Jamie fékk forræði yfir Britney stuttu eftir að hún fékk taugaáfall og var tvisvar flutt á geðsjúkrahús til að gangast undir geðrænt mat, sem hún valdi ekki sjálf. Britney hafði glímt við mikinn geðrænan vanda vikurnar og mánuðina á undan, hún hafði misst forræði yfir tveimur sonum sínum, og höfðu margir áhyggjur af því að hún væri að misnota lyf. Í þessum nýju dómsgögnum kemur fram að Britney hafi lengi sett spurningamerki við hæfi föður hennar til að fara með forræði yfir henni. Til að mynda hafi lögmaður hennar, Samuel D. Ingham III, sagt í lokuðum réttarhöldum árið 2014 að Britney vildi að faðir hennar missti forræði yfir henni. Hún hafi meðal annars sagt að hann misnotaði áfengi og væri því ekki hæfur til að sinna þessu hlutverki. Þá greindi Ingham frá því fyrir dómi í fyrra að Britney væri hrædd við föður sinn, en hann hefur full völd yfir 60 milljóna Bandaríkjadala, eða um 7 milljarða króna, ríkidæmi hennar. Britney mun koma fyrir dóm í dag í Los Angeles, en það hefur hún ekki gert í langan tíma. Óvíst er hvort hægt verði að greina frá því sem sagt verður í dómsalnum en talið er að samband hennar og Jamie verði meginefni dómshaldanna. Hollywood Bandaríkin Sjálfræðisbarátta Britney Spears Tengdar fréttir Ósátt með heimildarmyndir um líf hennar Tónlistarkonan Britney Spears hefur gagnrýnt tvær heimildarmyndir sem komu nýlega út og fjalla um líf hennar. Myndirnar fjalla meðal annars um afskipti fjölmiðla af henni og segir hún aðstandendur myndanna gerast sekir um slíkt hið sama. 4. maí 2021 16:41 Britney mun ávarpa dómara í júní Söngkonan víðfræga Britney Spears mun ávarpa dómara sjálf í júní, vegna viðleitni hennar til að öðlast aukið sjálfræði og frelsi frá föður sínum. Ekki liggur þó fyrir hvað hún stefnir á að segja fyrir dómi. 28. apríl 2021 13:59 Biður Britney Spears og Janet Jackson afsökunar Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake hefur beðið tónlistarkonurnar Britney Spears og Janet Jackson afsökunar vegna hegðunar hans í garð þeirra á fyrsta áratugi þessarar aldar. 12. febrúar 2021 18:06 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fleiri fréttir Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í leynilegum dómsskjölum sem New York Times hefur undir höndum og greinir frá. Á þessum þrettán árum sem faðir Britney, Jamie Spears, hefur farið með fjárræði yfir henni hafa aðdáendur Britney lýst yfir miklum áhyggjum af velferð hennar. Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna dómstólar telji að Britney sé enn ófær um að hugsa um sjálfa sig og fara með eigin mál þrátt fyrir að hún vinni enn fyrir sér og sé virk í tónlistarsenunni. Faðir hennar og aðrir sem farið hafa með forræði yfir henni hafa haldið því fram að forræðissviptingin hafi verið nauðsynleg á sínum tíma, Britney hafi verið á mjög slæmum stað í lífinu og þurft á aðstoð aða halda. Þá sé henni alltaf frjálst að taka aftur við stjórninni. Það hafi jafnframt verið hennar val að halda sig úr sviðsljósinu og lifa lífi sínu í ró og næði. Svo virðist þó ekki vera, miðað við dómskjölin sem New York Times hefur undir höndum. Þar kemur fram að Britney, sem er 39 ára gömul í dag, hafi lýst yfir verulegri óánægju með forræðið sem faðir hennar hefur yfir henni. Hún hafi gert það ítrekað um árabil og haldið því fram að það takmarki stjórn hennar á sínu daglega lífi mun meira en forræðismenn hennar vilja meina, allt frá því með hverjum hún sé í sambandi og hvernig hún máli veggina heima hjá sér. „Hún er þreytt á því að vera notuð“ Í skýrslu sem rannsakandi á vegum dómstólanna skrifaði árið 2016 kemur fram að Britney hafi lengi sagt aðra hafa of mikla stjórn á lífi hennar. Forræðið yfir henni hafi verið notað sem kúgandi og stjórnandi afl í lífi hennar. Samkvæmt skýrslunni greindi Britney frá því í samtali við rannsakandann að hún vildi fá forræði aftur yfir sjálfri sér eins fljótt og hægt væri. „Hún er orðin þreytt á því að vera notuð og hún segir að hún vinni fyrir peningum sem fari til allra annarra í kring um hana,“ segir í skýrslunni. Þetta er ekki eina skiptið sem Britney hefur lýst yfir óánægju með forræðismálið en árið 2019 sagði hún í skýrslutöku hjá dómstólum að henni þætti forræðismenn hennar nýta sér stöðu sína til að neyða hana í meðferð á geðsjúkrahúsi og til að spila á tónleikum gegn hennar vilja. Jamie stjórnar 7 milljarða króna ríkidæmi Britney Frá árinu 2008 hefur faðir söngkonunnar, James P. Spears betur þekktur sem Jamie, farið með mest völd yfir lífi hennar. Á þeim tíma höfðu feðginin átt í erfiðu sambandi og má þar vísa til umfjöllunar heimildamyndarinnar Framing Britney Spears, þar sem fram kemur að á fyrstu árum ferils hennar hafi þau vart talast við. Jamie fékk forræði yfir Britney stuttu eftir að hún fékk taugaáfall og var tvisvar flutt á geðsjúkrahús til að gangast undir geðrænt mat, sem hún valdi ekki sjálf. Britney hafði glímt við mikinn geðrænan vanda vikurnar og mánuðina á undan, hún hafði misst forræði yfir tveimur sonum sínum, og höfðu margir áhyggjur af því að hún væri að misnota lyf. Í þessum nýju dómsgögnum kemur fram að Britney hafi lengi sett spurningamerki við hæfi föður hennar til að fara með forræði yfir henni. Til að mynda hafi lögmaður hennar, Samuel D. Ingham III, sagt í lokuðum réttarhöldum árið 2014 að Britney vildi að faðir hennar missti forræði yfir henni. Hún hafi meðal annars sagt að hann misnotaði áfengi og væri því ekki hæfur til að sinna þessu hlutverki. Þá greindi Ingham frá því fyrir dómi í fyrra að Britney væri hrædd við föður sinn, en hann hefur full völd yfir 60 milljóna Bandaríkjadala, eða um 7 milljarða króna, ríkidæmi hennar. Britney mun koma fyrir dóm í dag í Los Angeles, en það hefur hún ekki gert í langan tíma. Óvíst er hvort hægt verði að greina frá því sem sagt verður í dómsalnum en talið er að samband hennar og Jamie verði meginefni dómshaldanna.
Hollywood Bandaríkin Sjálfræðisbarátta Britney Spears Tengdar fréttir Ósátt með heimildarmyndir um líf hennar Tónlistarkonan Britney Spears hefur gagnrýnt tvær heimildarmyndir sem komu nýlega út og fjalla um líf hennar. Myndirnar fjalla meðal annars um afskipti fjölmiðla af henni og segir hún aðstandendur myndanna gerast sekir um slíkt hið sama. 4. maí 2021 16:41 Britney mun ávarpa dómara í júní Söngkonan víðfræga Britney Spears mun ávarpa dómara sjálf í júní, vegna viðleitni hennar til að öðlast aukið sjálfræði og frelsi frá föður sínum. Ekki liggur þó fyrir hvað hún stefnir á að segja fyrir dómi. 28. apríl 2021 13:59 Biður Britney Spears og Janet Jackson afsökunar Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake hefur beðið tónlistarkonurnar Britney Spears og Janet Jackson afsökunar vegna hegðunar hans í garð þeirra á fyrsta áratugi þessarar aldar. 12. febrúar 2021 18:06 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fleiri fréttir Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Sjá meira
Ósátt með heimildarmyndir um líf hennar Tónlistarkonan Britney Spears hefur gagnrýnt tvær heimildarmyndir sem komu nýlega út og fjalla um líf hennar. Myndirnar fjalla meðal annars um afskipti fjölmiðla af henni og segir hún aðstandendur myndanna gerast sekir um slíkt hið sama. 4. maí 2021 16:41
Britney mun ávarpa dómara í júní Söngkonan víðfræga Britney Spears mun ávarpa dómara sjálf í júní, vegna viðleitni hennar til að öðlast aukið sjálfræði og frelsi frá föður sínum. Ekki liggur þó fyrir hvað hún stefnir á að segja fyrir dómi. 28. apríl 2021 13:59
Biður Britney Spears og Janet Jackson afsökunar Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake hefur beðið tónlistarkonurnar Britney Spears og Janet Jackson afsökunar vegna hegðunar hans í garð þeirra á fyrsta áratugi þessarar aldar. 12. febrúar 2021 18:06
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning