Íslenski boltinn

Foringjarnir hefja göngu sína á sunnudaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Rúnar Halldórsson var aðalmaðurinn í að gera FH að stórveldi í íslenskum fótbolta í byrjun þessarar aldar.
Jón Rúnar Halldórsson var aðalmaðurinn í að gera FH að stórveldi í íslenskum fótbolta í byrjun þessarar aldar. Skjámynd/S2 Sport

Ný þáttaröð hefst á Stöð 2 Sport á sunnudag en hún ber nafnið Foringjarnir.

Umsjónarmaður þáttanna er íþróttafréttamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson en í þáttunum ræðir hann við helstu íþróttaforingja landsins síðustu áratugi.

FH-ingurinn Jón Rúnar Halldórsson situr fyrir svörum í fyrsta þættinum en hann hefur heldur betur látið til sín taka í Hafnarfirði síðan hann fyrst settist í formannsstólinn árið 1985.

Hér að neðan má sjá stutta stiklu úr fyrsta þætti en þættirnir verða á dagskrá Stöðvar 2 Sports næstu sex sunnudaga.

„Ég sé rautt þegar það er talað um þetta,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson meðal annars í stiklunni.

Klippa: Foringjarnir hefja göngu sína á Stöð 2 SportFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.