Liverpool orðað við marga unga og spennandi leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 09:00 Alexander Isak fagnar marki fyrir Real Sociedad í Evrópudeildinni. Getty/David S. Bustamante Erlendir fjölmiðlar eru duglegir að orða leikmenn við Liverpool liðið þessa dagana og trúa því greinilega að forráðamenn enska félagsins séu loksins tilbúnir að eyða einhverjum peningi í nýja leikmenn. Fyrsta tap Liverpool í 25 leikjum sem kom á móti West Ham um síðustu helgi þýddi að liðið eyddi landsleikjahléinu í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er að missa tvo af bestu framherjum sínum allan janúar vegna Afríkukeppninnar og hefur ekki styrkt sig mikið í undanförnum gluggum. Eini leikmaðurinn sem liðið eyddi einhverjum pening í var miðvörðurinn Ibrahima Konate sem kom frá RB Leipzig. Liverpool transfer round-up: Reds line up January 'plan' to cover loss of key duo https://t.co/kH7JlObkGw pic.twitter.com/u2jWAJ7YLh— Mirror Football (@MirrorFootball) November 10, 2021 Samkvæmt slúðrinu frá Evrópu þá eru menn að orða Liverpool við marga unga og spennandi leikmenn. Það er ljóst að þeir Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mane eru ekki að verða yngri. Firmino hefur verið mikið meiddur í vetur og þeir Salah og Mane verða í Afríkukeppninni allan janúar. Það gæti því farið svo að Jürgen Klopp fái að kaupa nýja menn í framlínu liðsins. Einn af þeim sem hefur verið orðaður við Liverpool er sænski landsliðsframherjinn Alexander Isak sem spilar með Real Sociedad. El Nacional segir að Liverpool sé að plana 34 milljón punda tilboð en það þykir þó sumum frekar lítið fyrrir þennan 22 ára sóknarmann sem hefur líka verið orðaður við Arsenal. Unconventional Liverpool transfer could breathe new life into frontline #LFC https://t.co/NFhaBXbfyu— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 11, 2021 Calciomercato á Ítalíu heldur því fram að Liverpool ætli að reyna að kaupa þá Dusan Vlahovic og Federico Chiesa sem eru í raun báðir leikmenn Fiorentina. Serbinn Vlahovic er að spila með Fiorentina en ítalski landsliðsframherjinn Chiesa er á láni hjá Juventus. Það var búist við því að Chiese yrði formlega leikmaður Juventus í sumar en áhugi Liverpool gæti breytt því. Vlahovic hefur ekki vilja framlengja samning sinn við Fiorentina og hafnaði Arsenal af því að hann vill komast í stærri klúbb. Vlahovic er enn bara 21 árs gamall en hann er stór og stæðilegur framherji. Federico Chiesa er orðinn 24 ára gamall og þegar kominn í stórt hlutverk hjá Evrópumeisturum Ítala. Klopp er einnig sagður hafa áhuga á brasilíska miðverðinum Gleison Bremer hjá Torino á Ítalíu. Bremer er 24 ára gamall og hefur vakið athygli síðan að hann kom í Seríu A fyrir þremur árum. Manchester United er einnig sagt hafa áhuga á leikmanninum og Antonio Conte hjá Tottenham er líka aðdáandi. Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið þolinmóðir eftir alvöru liðstyrk í langan tíma og nú er að sjá hvort að það gerist eitthvað spennandi í janúarglugganum. Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Fyrsta tap Liverpool í 25 leikjum sem kom á móti West Ham um síðustu helgi þýddi að liðið eyddi landsleikjahléinu í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er að missa tvo af bestu framherjum sínum allan janúar vegna Afríkukeppninnar og hefur ekki styrkt sig mikið í undanförnum gluggum. Eini leikmaðurinn sem liðið eyddi einhverjum pening í var miðvörðurinn Ibrahima Konate sem kom frá RB Leipzig. Liverpool transfer round-up: Reds line up January 'plan' to cover loss of key duo https://t.co/kH7JlObkGw pic.twitter.com/u2jWAJ7YLh— Mirror Football (@MirrorFootball) November 10, 2021 Samkvæmt slúðrinu frá Evrópu þá eru menn að orða Liverpool við marga unga og spennandi leikmenn. Það er ljóst að þeir Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mane eru ekki að verða yngri. Firmino hefur verið mikið meiddur í vetur og þeir Salah og Mane verða í Afríkukeppninni allan janúar. Það gæti því farið svo að Jürgen Klopp fái að kaupa nýja menn í framlínu liðsins. Einn af þeim sem hefur verið orðaður við Liverpool er sænski landsliðsframherjinn Alexander Isak sem spilar með Real Sociedad. El Nacional segir að Liverpool sé að plana 34 milljón punda tilboð en það þykir þó sumum frekar lítið fyrrir þennan 22 ára sóknarmann sem hefur líka verið orðaður við Arsenal. Unconventional Liverpool transfer could breathe new life into frontline #LFC https://t.co/NFhaBXbfyu— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 11, 2021 Calciomercato á Ítalíu heldur því fram að Liverpool ætli að reyna að kaupa þá Dusan Vlahovic og Federico Chiesa sem eru í raun báðir leikmenn Fiorentina. Serbinn Vlahovic er að spila með Fiorentina en ítalski landsliðsframherjinn Chiesa er á láni hjá Juventus. Það var búist við því að Chiese yrði formlega leikmaður Juventus í sumar en áhugi Liverpool gæti breytt því. Vlahovic hefur ekki vilja framlengja samning sinn við Fiorentina og hafnaði Arsenal af því að hann vill komast í stærri klúbb. Vlahovic er enn bara 21 árs gamall en hann er stór og stæðilegur framherji. Federico Chiesa er orðinn 24 ára gamall og þegar kominn í stórt hlutverk hjá Evrópumeisturum Ítala. Klopp er einnig sagður hafa áhuga á brasilíska miðverðinum Gleison Bremer hjá Torino á Ítalíu. Bremer er 24 ára gamall og hefur vakið athygli síðan að hann kom í Seríu A fyrir þremur árum. Manchester United er einnig sagt hafa áhuga á leikmanninum og Antonio Conte hjá Tottenham er líka aðdáandi. Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið þolinmóðir eftir alvöru liðstyrk í langan tíma og nú er að sjá hvort að það gerist eitthvað spennandi í janúarglugganum.
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira