Enski boltinn

Sol­skjær öruggur í starfi þrátt fyrir enn eitt tapið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United. EPA-EFE/Peter Powell

Sky Sports greindir frá því að Ole Gunnar Solskjær sé öruggur í starfi þrátt fyrir 0-2 tap Manchester United gegn Manchester City um helgina. Félagið stefnir ekki á að skipta um stjóra þrátt fyrir slæmt gengi.

Þrátt fyrir að Man United hafi tapað fjórum af síðustu sex deildarleikjum sínum er Norðmaðurinn öruggur í starfi og talið öruggt að hann verði enn við stjórnvölin er liðið mætir Watford eftir landsleikjahléið.

Í frétt Sky Sports segir hins vegar að margir leikmenn séu farnir að efast um hvort Solskjær sé rétti maðurinn til að koma liðinu aftur á beinu brautina.

Töpin gegn Liverpool og Man City á Old Trafford hafi kveikt áhyggjur og virðist sem leikmenn séu ósáttir með leikaðferðina sem lagt var upp með í leikjunum sem töpuðust 0-5 og 0-2.

Solskjær sjálfur segist ekki finna fyrir pressu frá forráðamönnum félagsins en viðurkennir að staðan sé ekki ásættanleg.

Manchester United er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 17 stig að loknum 11 leikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×