Veður

Norð­læg átt og él norðan­til en bjart fyrir sunnan

Atli Ísleifsson skrifar
Þegar úrkoman kemur inn á vestanvert landið á morgun verður hitastigið líklega komið í eina til þrjár gráður.
Þegar úrkoman kemur inn á vestanvert landið á morgun verður hitastigið líklega komið í eina til þrjár gráður. Vísir/Vilhelm

Landsmenn mega reikna með norðlægri átt, kalda eða stinningskalda í dag. Spáð er éljum fyrir norðan, einkum norðaustantil, en bjartviðri að mestu sunnan- og vestanlands.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það lægi í nótt og létti til fyrir norðan og austan, en hægt vaxandi suðvestanátt og þykkni upp um landið vestanvert á morgun.

„Þegar úrkoman kemur inn á vestanvert landið á morgun verður hitastigið líklega komið í 1 til 3 gráður og ætti að hanga í rigningu á láglendi en það verður ansi stutt í slydduna eða snjókomuna.

Eins mun ekki þurfa að fara hátt yfir sjávarmál áður en úrkoman verður vetrarleg. Um kvöldið minnkar svo úrkoman og hlýnar meir svo að til dæmis vegurinn yfir Hellisheiði verður frostlaus og ætti að taka upp snjó allhratt.“

Spákortið fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og dálítil snjókoma eða slydda á V-verðu landinu og síðar rigning. Hiti 0 til 6 stig. Hægari vindur fyrir austan, léttskýjað og kalt, en hvessir um kvöldið, þykknar upp og hlýnar.

Á fimmtudag: Vestlæg átt, 3-10 m/s og smá skúrir eða él, en bjart með köflum A-lands. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.

Á föstudag: Snýst í suðaustanátt með rigningu eða slyddu, en þurrt A-lands framan af degi. Hiti 1 til 7 stig, mildast SA-til.

Á laugardag: Norðvestlæg átt með slyddu eða snjókomu og síðar éljum, en úrkomulítið S- og V-lands. Víða frostlaust við ströndina, en annars frost.

Á sunnudag: Hægt vaxandi austanátt og hlýnandi veður með úrkomu syðst um kvöldið.

Á mánudag: Útlit fyrir SA-átt með mildu og fremur vætusömu veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×