Sagði Ronaldo þann besta og taldi reynslu Portúgalans og Cavani nauðsynlega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2021 08:00 Ole Gunnar Solskjær þakkar Cristinao Ronaldo kærlega fyrir sitt framlag. Catherine Ivill/Getty Images Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög sáttur með 3-0 sigur sinna manna á Tottenham Hotspur. Leikmenn Tottenham áttu ekki skot á markið í leiknum. „Þegar maður kemur af vellinum með 3-0 sigur á bakinu og David de Gea þurfti ekki að verja skot þá er maður auðvitað mjög ánægður. Stundum falla hlutirnir með manni í fótbolta og stundum ekki.“ „Við unnum í þessu í vikunni. Strákarnir voru frábærir, tóku öllum leiðbeiningum. Raphaël Varane er frábær leikmaður. Hann les leikinn vel, hann er fljótur og reynslumikill. Að fá hann til baka er frábært fyrir okkur.“ „Frábær mörk, öll þrjú. Fyrsta er frábært. Þvílík sending frá Bruno (Fernandes) og Cristiano (Ronaldo) er sá besti. Ef hann klúðrar einu þá er hann alltaf jafn einbeittur þegar næsta færi kemur. Þvílíkt mark. Ef hann er ekki þarna inn í teig þegar boltarnir koma inn í þá veit ég ekki hvað hefði gerst.“ „Við byggðum þessa frammistöðu mikilli vinnu, aga og með því að halda boltanum frá markinu okkar. Það munu alltaf opnast svæði fram á við, sérstaklega ef þú skorar fyrsta markið. Fyrsta markið ákvarðar alltaf í hvaða átt leikurinn fer.“ „Við eigum erfiða viku framundan. Meistaradeildarleikur og svo Manchester City. Við þurfum að melta þennan leik og vera tilbúnir á þriðjudag.“ „Þessi úrslit þýða samt ekki að menn geti bara gleymt Liverpool leiknum. Sá leikur er í sögubókunum, einn af okkar myrkustu dögum. Svartur blettur á ferilskrá okkar. En hlutirnir breytast hratt í fótbolta.“ „Reynslan í Edinson Cavani og Cristiano Ronaldo er gríðarleg. Við þurftum á henni að halda í dag. Við gátum ekki falið okkur. Þessi vika hefur verið erfið fyrir alla leikmennina. Þeir lögðu sig virkilega fram. Reynsla telur í aðstæðum sem þessum,“ sagði Solskjær að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira
„Þegar maður kemur af vellinum með 3-0 sigur á bakinu og David de Gea þurfti ekki að verja skot þá er maður auðvitað mjög ánægður. Stundum falla hlutirnir með manni í fótbolta og stundum ekki.“ „Við unnum í þessu í vikunni. Strákarnir voru frábærir, tóku öllum leiðbeiningum. Raphaël Varane er frábær leikmaður. Hann les leikinn vel, hann er fljótur og reynslumikill. Að fá hann til baka er frábært fyrir okkur.“ „Frábær mörk, öll þrjú. Fyrsta er frábært. Þvílík sending frá Bruno (Fernandes) og Cristiano (Ronaldo) er sá besti. Ef hann klúðrar einu þá er hann alltaf jafn einbeittur þegar næsta færi kemur. Þvílíkt mark. Ef hann er ekki þarna inn í teig þegar boltarnir koma inn í þá veit ég ekki hvað hefði gerst.“ „Við byggðum þessa frammistöðu mikilli vinnu, aga og með því að halda boltanum frá markinu okkar. Það munu alltaf opnast svæði fram á við, sérstaklega ef þú skorar fyrsta markið. Fyrsta markið ákvarðar alltaf í hvaða átt leikurinn fer.“ „Við eigum erfiða viku framundan. Meistaradeildarleikur og svo Manchester City. Við þurfum að melta þennan leik og vera tilbúnir á þriðjudag.“ „Þessi úrslit þýða samt ekki að menn geti bara gleymt Liverpool leiknum. Sá leikur er í sögubókunum, einn af okkar myrkustu dögum. Svartur blettur á ferilskrá okkar. En hlutirnir breytast hratt í fótbolta.“ „Reynslan í Edinson Cavani og Cristiano Ronaldo er gríðarleg. Við þurftum á henni að halda í dag. Við gátum ekki falið okkur. Þessi vika hefur verið erfið fyrir alla leikmennina. Þeir lögðu sig virkilega fram. Reynsla telur í aðstæðum sem þessum,“ sagði Solskjær að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira