Enski boltinn

Sagði Ron­aldo þann besta og taldi reynslu Portúgalans og Ca­vani nauð­syn­lega

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær þakkar Cristinao Ronaldo kærlega fyrir sitt framlag.
Ole Gunnar Solskjær þakkar Cristinao Ronaldo kærlega fyrir sitt framlag. Catherine Ivill/Getty Images

Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög sáttur með 3-0 sigur sinna manna á Tottenham Hotspur. Leikmenn Tottenham áttu ekki skot á markið í leiknum.

„Þegar maður kemur af vellinum með 3-0 sigur á bakinu og David de Gea þurfti ekki að verja skot þá er maður auðvitað mjög ánægður. Stundum falla hlutirnir með manni í fótbolta og stundum ekki.“

„Við unnum í þessu í vikunni. Strákarnir voru frábærir, tóku öllum leiðbeiningum. Raphaël Varane er frábær leikmaður. Hann les leikinn vel, hann er fljótur og reynslumikill. Að fá hann til baka er frábært fyrir okkur.“

„Frábær mörk, öll þrjú. Fyrsta er frábært. Þvílík sending frá Bruno (Fernandes) og Cristiano (Ronaldo) er sá besti. Ef hann klúðrar einu þá er hann alltaf jafn einbeittur þegar næsta færi kemur. Þvílíkt mark. Ef hann er ekki þarna inn í teig þegar boltarnir koma inn í þá veit ég ekki hvað hefði gerst.“

„Við byggðum þessa frammistöðu mikilli vinnu, aga og með því að halda boltanum frá markinu okkar. Það munu alltaf opnast svæði fram á við, sérstaklega ef þú skorar fyrsta markið. Fyrsta markið ákvarðar alltaf í hvaða átt leikurinn fer.“

„Við eigum erfiða viku framundan. Meistaradeildarleikur og svo Manchester City. Við þurfum að melta þennan leik og vera tilbúnir á þriðjudag.“

„Þessi úrslit þýða samt ekki að menn geti bara gleymt Liverpool leiknum. Sá leikur er í sögubókunum, einn af okkar myrkustu dögum. Svartur blettur á ferilskrá okkar. En hlutirnir breytast hratt í fótbolta.“

„Reynslan í Edinson Cavani og Cristiano Ronaldo er gríðarleg. Við þurftum á henni að halda í dag. Við gátum ekki falið okkur. Þessi vika hefur verið erfið fyrir alla leikmennina. Þeir lögðu sig virkilega fram. Reynsla telur í aðstæðum sem þessum,“ sagði Solskjær að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×