Enski boltinn

Slakað verður á sóttvarnarreglum þegar 85 prósent leikmanna eru bólusettir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stefnt er á að slaka á sóttvarnarreglum í ensku úrvalsdeildinni þegar 85 prósent leikmanna hafa verið bólusettir.
Stefnt er á að slaka á sóttvarnarreglum í ensku úrvalsdeildinni þegar 85 prósent leikmanna hafa verið bólusettir. Steve Bardens/Getty Images

Slakað verður á þeim takmörkunum sem sett hafa verið á félög í ensku úrvalsdeildinni þegar 85 prósent leikmanna deildarinnar eru orðnir fullbólusettir. 

Félögin hafa þurft að fylgja ströngum reglum síðan að deildin fór af stað á ný í júní á seinasta ári eftir að gera þurfti hlé á deildinni vegna faraldursins, bæði á æfingasvæðum liðanna, sem og á leikvöngum. 

Í seinustu viku var greint frá því að 68 prósent leikmanna deildarinnar hafi verið fullbólusettir, og að 81 prósent hafi fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Í september gátu aðeins sjö félög í deildinni stært sig af því að yfir helmingur leikmanna liðsins væri fullbólusettur.



Áður höfðu forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar velt því fyrir sér að verðlauna félög fyrir hátt hlutfall bólusettra leikmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×