Líf Assange í húfi og loforð Bandaríkjastjórnar innantóm Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. október 2021 12:30 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, er nú viðstaddur réttarhöldin í Lundúnum. Getty/Chris J Ratcliffe Dómstóll í Lundúnum tekur nú fyrir áfrýjunarbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna framsals Julians Assange en framsalsbeiðninni var hafnað í upphafi árs. Ritstjóri WikiLeaks segir heilsu Assange vera í húfi og gefur lítið fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna um að Assange verði í öruggum höndum þar í landi. Réttarhöldin hófust í morgun í Royal Court of Justice og munu standa yfir í tvo daga þar sem Bandaríkjastjórn reynir að fá ákvörðun undirréttar frá því í janúar hnekkt. Assange er ákærður í Bandaríkjunum fyrir þjófnað og birtingu á sendiráðs- og hernaðarskjölum árið 2010. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, er nú í dómsalnum. „Núna eru lögmenn Bandaríkjastjórnar að reyna að halda því fram að þeir geti lagt fram fullkomnar tryggingar á því það verði farið óskaplega vel með Julian í fangelsi í Bandaríkjunum, hann verði ekki í einangrun og geti látið sér líða vel,“ segir Kristinn. „Á morgun munu lögmenn Julians hafa tækifæri til þess að leggja fram gögn því til stuðnings að það sé lítið á því að treysta.“ Kristinn segir heilsu Assange vera í húfi og á þeirri forsendu hafi framsalsbeiðninni verið hafnað í janúar en hætta var á að Assange myndi svipta sig lífi í bandarísku fangelsi. Assange var handtekinn árið 2019 eftir að hafa eytt sjö árum í sendiráði Ekvadors í Lundúnum. „Heilsu hans hefur hrakað mjög mikið og hefur ekki skánað við það að sitja í fangelsi, mesta öryggisfangelsi Bretlands, í meira en tvö ár í varðhaldi sem að eitt og sér og í sjálfu sér er náttúrulega fullkomið mannréttindabrot,“ segir Kristinn. Aðspurður um hvort hann telji að áfrýjunardómstóllinn muni hafna nýjustu beiðni Bandaríkjastjórnar segist Kristinn vona það. Hann vísar til nýlegra frétta frá Yahoo News, sem byggðar voru á yfir 30 heimildarmönnum í Bandaríkjunum, um áætlanir Leyniþjónustu Bandaríkjanna að ræna Assange í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Þá hafi einnig verið dregnar upp áætlanir um að taka Assange af lífi. „Það ætti nú að vera tiltölulega augljóst að siðmenntað ríki getur ekki framselt mann til ríkis sem að hefur dregið upp áætlanir um að ræna viðkomandi eða taka hann af lífi.“ Mál Julians Assange WikiLeaks Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag. 27. október 2021 10:38 Skora á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Assange Hópur þingmanna úr fimm flokkum sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Hann situr nú í bresku fangelsi og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, verði hann framseldur. 9. júlí 2021 12:01 Heita því að vista Assange ekki við verstu aðstæður og leyfa honum að afplána í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld hafa heitið því að vista Julian Assange ekki við verstu aðstæður ef hann fæst framseldur frá Bretlandi. Þá yrði honum heimilað að afplána mögulegan dóm í heimalandi sínu, Ástralíu. 8. júlí 2021 10:37 Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03 Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 4. janúar 2021 23:25 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Réttarhöldin hófust í morgun í Royal Court of Justice og munu standa yfir í tvo daga þar sem Bandaríkjastjórn reynir að fá ákvörðun undirréttar frá því í janúar hnekkt. Assange er ákærður í Bandaríkjunum fyrir þjófnað og birtingu á sendiráðs- og hernaðarskjölum árið 2010. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, er nú í dómsalnum. „Núna eru lögmenn Bandaríkjastjórnar að reyna að halda því fram að þeir geti lagt fram fullkomnar tryggingar á því það verði farið óskaplega vel með Julian í fangelsi í Bandaríkjunum, hann verði ekki í einangrun og geti látið sér líða vel,“ segir Kristinn. „Á morgun munu lögmenn Julians hafa tækifæri til þess að leggja fram gögn því til stuðnings að það sé lítið á því að treysta.“ Kristinn segir heilsu Assange vera í húfi og á þeirri forsendu hafi framsalsbeiðninni verið hafnað í janúar en hætta var á að Assange myndi svipta sig lífi í bandarísku fangelsi. Assange var handtekinn árið 2019 eftir að hafa eytt sjö árum í sendiráði Ekvadors í Lundúnum. „Heilsu hans hefur hrakað mjög mikið og hefur ekki skánað við það að sitja í fangelsi, mesta öryggisfangelsi Bretlands, í meira en tvö ár í varðhaldi sem að eitt og sér og í sjálfu sér er náttúrulega fullkomið mannréttindabrot,“ segir Kristinn. Aðspurður um hvort hann telji að áfrýjunardómstóllinn muni hafna nýjustu beiðni Bandaríkjastjórnar segist Kristinn vona það. Hann vísar til nýlegra frétta frá Yahoo News, sem byggðar voru á yfir 30 heimildarmönnum í Bandaríkjunum, um áætlanir Leyniþjónustu Bandaríkjanna að ræna Assange í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Þá hafi einnig verið dregnar upp áætlanir um að taka Assange af lífi. „Það ætti nú að vera tiltölulega augljóst að siðmenntað ríki getur ekki framselt mann til ríkis sem að hefur dregið upp áætlanir um að ræna viðkomandi eða taka hann af lífi.“
Mál Julians Assange WikiLeaks Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag. 27. október 2021 10:38 Skora á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Assange Hópur þingmanna úr fimm flokkum sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Hann situr nú í bresku fangelsi og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, verði hann framseldur. 9. júlí 2021 12:01 Heita því að vista Assange ekki við verstu aðstæður og leyfa honum að afplána í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld hafa heitið því að vista Julian Assange ekki við verstu aðstæður ef hann fæst framseldur frá Bretlandi. Þá yrði honum heimilað að afplána mögulegan dóm í heimalandi sínu, Ástralíu. 8. júlí 2021 10:37 Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03 Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 4. janúar 2021 23:25 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag. 27. október 2021 10:38
Skora á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Assange Hópur þingmanna úr fimm flokkum sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Hann situr nú í bresku fangelsi og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, verði hann framseldur. 9. júlí 2021 12:01
Heita því að vista Assange ekki við verstu aðstæður og leyfa honum að afplána í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld hafa heitið því að vista Julian Assange ekki við verstu aðstæður ef hann fæst framseldur frá Bretlandi. Þá yrði honum heimilað að afplána mögulegan dóm í heimalandi sínu, Ástralíu. 8. júlí 2021 10:37
Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03
Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 4. janúar 2021 23:25