Heita því að vista Assange ekki við verstu aðstæður og leyfa honum að afplána í Ástralíu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2021 10:37 Assange er sagður við afar bága heilsu en hann situr enn í bresku fangelsi og mun gera það þar til endanlegur úrskurður í framsalsmálinu liggur fyrir. epa/Vickie Flores Bandarísk stjórnvöld hafa heitið því að vista Julian Assange ekki við verstu aðstæður ef hann fæst framseldur frá Bretlandi. Þá yrði honum heimilað að afplána mögulegan dóm í heimalandi sínu, Ástralíu. Þetta kemur fram í gögnum sem voru lögð fram í aðdraganda þess að breskur dómstóll gaf bandarískum yfirvöldum heimild til að áfrýja niðurstöðu frá því í janúar, þegar annar dómstóll neitaði að samþykkja framsal, meðal annars á þeirri forsendu að aðstæður í svokölluðum hámarksgæslufangelsum í Bandaríkjunum væru ómannúðlegar. Heilsufar Assange er sagt afar bágt og óttast um líf hans ef hann verður framseldur. Í gögnunum, sem New York Times hefur undir höndum, segir að bandarísk stjórnvöld hafi komið til móts við áhyggjur dómarans sem hafnaði framsalskröfunni í janúar. Assange yrði til að mynda ekki neitað um samband við umheiminn og þá yrði honum ekki haldið í hámarksöryggisgæslufangelsinu í Florence í Ohio, nema hann gerði eitthvað til að verðskulda það. Þá segjast bandarísk yfirvöld munu samþykkja að Assange afpláni mögulegan dóm í Ástralíu. Assange er bæði ákærður fyrir að hafa aðstoðað uppljóstrarann Chelsea Manning við að komast yfir leynileg gögn og senda þau til WikiLeaks og fyrir að birta gögnin. Seinna ákæruefnið gæti haft það í för með sér að fordæmi verði til fyrir því að dæma menn og fangelsa fyrir að birta leynileg gögn; það er fyrir að stunda blaðamennsku, óháð því hvort menn telja Assange blaðamann eða ekki en um það er deilt. WikiLeaks Mannréttindi England Bandaríkin Mál Julians Assange Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Þetta kemur fram í gögnum sem voru lögð fram í aðdraganda þess að breskur dómstóll gaf bandarískum yfirvöldum heimild til að áfrýja niðurstöðu frá því í janúar, þegar annar dómstóll neitaði að samþykkja framsal, meðal annars á þeirri forsendu að aðstæður í svokölluðum hámarksgæslufangelsum í Bandaríkjunum væru ómannúðlegar. Heilsufar Assange er sagt afar bágt og óttast um líf hans ef hann verður framseldur. Í gögnunum, sem New York Times hefur undir höndum, segir að bandarísk stjórnvöld hafi komið til móts við áhyggjur dómarans sem hafnaði framsalskröfunni í janúar. Assange yrði til að mynda ekki neitað um samband við umheiminn og þá yrði honum ekki haldið í hámarksöryggisgæslufangelsinu í Florence í Ohio, nema hann gerði eitthvað til að verðskulda það. Þá segjast bandarísk yfirvöld munu samþykkja að Assange afpláni mögulegan dóm í Ástralíu. Assange er bæði ákærður fyrir að hafa aðstoðað uppljóstrarann Chelsea Manning við að komast yfir leynileg gögn og senda þau til WikiLeaks og fyrir að birta gögnin. Seinna ákæruefnið gæti haft það í för með sér að fordæmi verði til fyrir því að dæma menn og fangelsa fyrir að birta leynileg gögn; það er fyrir að stunda blaðamennsku, óháð því hvort menn telja Assange blaðamann eða ekki en um það er deilt.
WikiLeaks Mannréttindi England Bandaríkin Mál Julians Assange Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira