Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2021 10:38 Stuðningsmenn Assange fyrir utan Háarétt í London þar sem framsalskrafan er tekin fyrir í morgun. AP/Kirsty Wigglesworth Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag. Breskur dómari hafnaði kröfu Bandaríkjastjórnar um að framselja Assange í janúar á þeim forsendum að hætta væri á að hann reyndi að svipta sig lífi í bandarísku fangelsi. Bandaríkjastjórn áfrýjaði og verður málið tekið fyrir í dag og á morgun. Assange er ákærður í Bandaríkjunum fyrir þjófnað og birtingu á sendiráðs- og hernaðarskjölum árið 2010. Gagnalekinn var afar vandræðalegur fyrir Bandaríkjastjórn en í skjölunum var meðal annars að finna athugasemdir bandarískra erindreka um erlenda ráðamenn. Þar var einnig að finna upplýsingar um dráp Bandaríkjahers á óbreyttum borgurum í Írak. Stofnanda Wikileaks er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í tölvuinnbroti þar sem skjölunum var stolið en einnig fyrir að tefla lífi fólks í hættu með því að birta skjölin í heild sinni og þar með nöfn fólks sem hafði lagt Bandaríkjaher lið á hættulegum átakasvæðum. Í greinargerð sem Bandaríkjastjórn lagði fram í Bretlandi til stuðnings framsalskröfu sinni kemur fram að hún hafi veitt breskum stjórnvöldum fyrirheit um að Assange gæti afplánað mögulegan fangelsisdóm í Ástralíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan segir að til hafi staðið að Assange yrði viðstaddur réttarhöldin í gegnum fjarfundarbúnað úr fangelsi. Þegar til kastanna kom var hann þó fjarstaddur. Lögmaður hans sagði að hann teldi sig ekki geta verið viðstaddan. Assange hefur verið í fangelsi frá því að hann var handtekinn í apríl árið 2019. Fram að því hafði hann dvalið í sendiráði Ekvador í London í sjö ár til að komast hjá því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var til rannsóknar vegna kynferðisbrots. WikiLeaks Bretland Bandaríkin Ástralía Mál Julians Assange Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Breskur dómari hafnaði kröfu Bandaríkjastjórnar um að framselja Assange í janúar á þeim forsendum að hætta væri á að hann reyndi að svipta sig lífi í bandarísku fangelsi. Bandaríkjastjórn áfrýjaði og verður málið tekið fyrir í dag og á morgun. Assange er ákærður í Bandaríkjunum fyrir þjófnað og birtingu á sendiráðs- og hernaðarskjölum árið 2010. Gagnalekinn var afar vandræðalegur fyrir Bandaríkjastjórn en í skjölunum var meðal annars að finna athugasemdir bandarískra erindreka um erlenda ráðamenn. Þar var einnig að finna upplýsingar um dráp Bandaríkjahers á óbreyttum borgurum í Írak. Stofnanda Wikileaks er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í tölvuinnbroti þar sem skjölunum var stolið en einnig fyrir að tefla lífi fólks í hættu með því að birta skjölin í heild sinni og þar með nöfn fólks sem hafði lagt Bandaríkjaher lið á hættulegum átakasvæðum. Í greinargerð sem Bandaríkjastjórn lagði fram í Bretlandi til stuðnings framsalskröfu sinni kemur fram að hún hafi veitt breskum stjórnvöldum fyrirheit um að Assange gæti afplánað mögulegan fangelsisdóm í Ástralíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan segir að til hafi staðið að Assange yrði viðstaddur réttarhöldin í gegnum fjarfundarbúnað úr fangelsi. Þegar til kastanna kom var hann þó fjarstaddur. Lögmaður hans sagði að hann teldi sig ekki geta verið viðstaddan. Assange hefur verið í fangelsi frá því að hann var handtekinn í apríl árið 2019. Fram að því hafði hann dvalið í sendiráði Ekvador í London í sjö ár til að komast hjá því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var til rannsóknar vegna kynferðisbrots.
WikiLeaks Bretland Bandaríkin Ástralía Mál Julians Assange Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira