Skora á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Assange Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júlí 2021 12:01 Julilan Assange sést hér koma fyrir dóm í London í apríl í fyrra. Getty/Jack Taylor Hópur þingmanna úr fimm flokkum sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Hann situr nú í bresku fangelsi og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, verði hann framseldur. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem skrifar undir yfirlýsinguna og segir markmiðið að vekja athygli á hörmulegri stöðu Julians Assange í breska fangelsinu þar sem hann hefur dvalið í tvö ár. „Við erum ekki að finna upp hjólið heldur elta þingmenn annara ríkja. Það hafa komið fram þverpólitískar yfirlýsingar frá þingmönnum á ástralska þinginu, Þýskalandi, Bretlandi og víðar. Við erum að fylgja í fótspor þeirra,“ segir Helga Vala. Engin viðbrögð hafi enn fengist frá Bandaríkjamönnum. „Ég hef aðeins skrifað um þetta á síðustu árum og ekki fengið nein viðbrögð við því. Nú komum við saman, þingmenn flestra flokka á Alþingi, og sendum frá okkur þessa yfirlýsingu sem hefði auðvitað getað verið mun harðorðari.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Stöð 2/Einar Þingmenn úr röðum Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins skrifa undir yfirlýsinguna auk eins þingmanns Vinstri grænna, Ara Trausta Guðmundssonar. Sum sé enginn úr Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum né Miðflokknum. Helga Vala segir að málið sé ekki flokkspólitískt en öllum hafi staðið til boða að skrifa undir. „Það boð var ítrekað en þingmenn þessara flokka vildu ekki vera með. Ég átti kannski von á því að það kæmu fleiri frá VG en gott og vel. Það er einn þingmaður frá þeim sem ég auðvitað fagna. Það skiptir máli að þetta sé þverpólitísk yfirlýsing. Það hefur verið með svipuðum hætti annars staðar. Eins og í Þýskalandi þar sem öfgaflokkurinn var ekki með á yfirlýsingunni. Þetta er svipuð tilhneiging, klárlega,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér: Afhending yfirlýsingar þverpólitísks hóps íslenskra þingmanna vegna Julian Assange, rannsóknarblaðamanns og stofnanda Wikileaks. Í dag sendi þverpólitískur hópur íslenskra þingmanna sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi yfirlýsingu þar sem skorað er á bandarísk stjórnvöld að fella niður ákæru á hendur rannsóknarblaðamanninum og stofnanda Wikileaks, Julian Assange. Feta þingmennirnir þar í fótspor hópa þingmanna frá ýmsum þjóðþingum, sem með sambærilegum yfirlýsingum hafa að undanförnu ákallað bandaríkjastjórn að fella niður ákærur á hendur rannsóknarblaðamanninum, sem gæti, verði hann fundinn sekur, verið dæmdur til 175 ára fangelsisvistar fyrir störf sín. Julian Assange hefur nú um tveggja ára skeið setið í rammgirtasta fangelsi Bretlands, Belmarsh fangelsinu, þar sem eingöngu dvelja hættulegustu einstaklingar þar í landi; hryðjuverkamenn, morðingjar og þeir sem framið hafa ofbeldisfyllstu glæpina. Ber að minna á að Assange hefur enn ekki hlotið dóm, heldur snýst mál hans í Bretlandi enn um það hvort hann verður framseldur til Bandaríkjana eða ekki. Hafnaði breskur undirréttur beiðni Bandaríkjastjórnar um framsal Assange en Hæstiréttur Bretlands hefur nú heimilað áfrýjun á þeirri synjun og því mun Assange enn um hríð sitja í þessu rammgerða fangelsi. Vert er að minna á að hann hvorki almenns réttar fanga í Bretlandi er varðar það að fá að hitta sína nánustu né vera í nauðsynlegum samskiptum við lögmenn sína. Þá hafa breskir þingmenn, með Jeremy Corbyn fremstan í flokki, gert tilraun til að fá að hitta Assange í fangelsinu en án árangurs. Mál Julians Assange Bandaríkin Alþingi Utanríkismál Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem skrifar undir yfirlýsinguna og segir markmiðið að vekja athygli á hörmulegri stöðu Julians Assange í breska fangelsinu þar sem hann hefur dvalið í tvö ár. „Við erum ekki að finna upp hjólið heldur elta þingmenn annara ríkja. Það hafa komið fram þverpólitískar yfirlýsingar frá þingmönnum á ástralska þinginu, Þýskalandi, Bretlandi og víðar. Við erum að fylgja í fótspor þeirra,“ segir Helga Vala. Engin viðbrögð hafi enn fengist frá Bandaríkjamönnum. „Ég hef aðeins skrifað um þetta á síðustu árum og ekki fengið nein viðbrögð við því. Nú komum við saman, þingmenn flestra flokka á Alþingi, og sendum frá okkur þessa yfirlýsingu sem hefði auðvitað getað verið mun harðorðari.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Stöð 2/Einar Þingmenn úr röðum Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins skrifa undir yfirlýsinguna auk eins þingmanns Vinstri grænna, Ara Trausta Guðmundssonar. Sum sé enginn úr Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum né Miðflokknum. Helga Vala segir að málið sé ekki flokkspólitískt en öllum hafi staðið til boða að skrifa undir. „Það boð var ítrekað en þingmenn þessara flokka vildu ekki vera með. Ég átti kannski von á því að það kæmu fleiri frá VG en gott og vel. Það er einn þingmaður frá þeim sem ég auðvitað fagna. Það skiptir máli að þetta sé þverpólitísk yfirlýsing. Það hefur verið með svipuðum hætti annars staðar. Eins og í Þýskalandi þar sem öfgaflokkurinn var ekki með á yfirlýsingunni. Þetta er svipuð tilhneiging, klárlega,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér: Afhending yfirlýsingar þverpólitísks hóps íslenskra þingmanna vegna Julian Assange, rannsóknarblaðamanns og stofnanda Wikileaks. Í dag sendi þverpólitískur hópur íslenskra þingmanna sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi yfirlýsingu þar sem skorað er á bandarísk stjórnvöld að fella niður ákæru á hendur rannsóknarblaðamanninum og stofnanda Wikileaks, Julian Assange. Feta þingmennirnir þar í fótspor hópa þingmanna frá ýmsum þjóðþingum, sem með sambærilegum yfirlýsingum hafa að undanförnu ákallað bandaríkjastjórn að fella niður ákærur á hendur rannsóknarblaðamanninum, sem gæti, verði hann fundinn sekur, verið dæmdur til 175 ára fangelsisvistar fyrir störf sín. Julian Assange hefur nú um tveggja ára skeið setið í rammgirtasta fangelsi Bretlands, Belmarsh fangelsinu, þar sem eingöngu dvelja hættulegustu einstaklingar þar í landi; hryðjuverkamenn, morðingjar og þeir sem framið hafa ofbeldisfyllstu glæpina. Ber að minna á að Assange hefur enn ekki hlotið dóm, heldur snýst mál hans í Bretlandi enn um það hvort hann verður framseldur til Bandaríkjana eða ekki. Hafnaði breskur undirréttur beiðni Bandaríkjastjórnar um framsal Assange en Hæstiréttur Bretlands hefur nú heimilað áfrýjun á þeirri synjun og því mun Assange enn um hríð sitja í þessu rammgerða fangelsi. Vert er að minna á að hann hvorki almenns réttar fanga í Bretlandi er varðar það að fá að hitta sína nánustu né vera í nauðsynlegum samskiptum við lögmenn sína. Þá hafa breskir þingmenn, með Jeremy Corbyn fremstan í flokki, gert tilraun til að fá að hitta Assange í fangelsinu en án árangurs.
Mál Julians Assange Bandaríkin Alþingi Utanríkismál Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira