Erlent

Bandaríkjamenn freista þess enn að fá Assange framseldan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bandaríkjamenn hafa sótt málið á hendur Assange hart.
Bandaríkjamenn hafa sótt málið á hendur Assange hart. Nordicphotos/AFP

Tveggja daga réttarhöld hefjast í Lundúnum í dag, þar sem bandarísk stjórnvöld freista þess að fá ákvörðun dómstóla í Bretlandi varðandi Julian Assange hnekkt.

Í janúar ákvað dómari að hafna framsalskröfu Bandaríkjamanna á hendur Assange og sagði meðal annars að líkur væri á því að hann myndi fremja sjálfsvíg yrði það niðurstaðan. 

Yfirvöld í Washington eru þessu ósammála og áfrýjuðu úrskurðinum því til æðra dómstigs, eða High Court, sem mun taka málið fyrir í dag og á morgun. 

Niðurstaða High Court mun þó ekki endilega leiða til framsals Assange, heldur verður málinu vísað aftur til meðferðar. Og þá er einnig möguleiki á að áfrýja málinu aftur og þá fyrir Hæstarétti. 

Assange var handtekinn árið 2019 eftir að hafa eytt sjö árum í sendiráði Ekvadors í Lundúnum. 

Hann er eftirlýstur í Bandaríkjunum og sakaður um að hafa lekið upplýsingum um hernaðarbrölt Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.