Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2021 16:00 Minningarathöfn um Halyna Hutchins var haldin í gær. AP Photo/Chris Pizzello Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. Sem kunnugt er lést Hutchins í síðustu viku. Fjölmiðlar hafa greint frá því að Baldwin hafi verið að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar þegar skot reið af með þeim afleiðingum að Hutchins lést. Áður hefur verið greint frá því að viðstöddum hafði verið tilkynnt að byssan væri „köld“, það er að segja óhlaðin og þar með hættulaus, þegar harmleikurinn átti sér stað. Þetta staðfesti leikstjóri kvikmyndarinnar, Joel Souza í skýrslutöku hjá lögreglu. Hann slasaðist einnig í atvikinu. Í úttekt Deadline kemur fram að fjórir kvikmyndatökumenn hafi látist við tökur í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár, tvöfalt fleiri en tala áhættuleikara sem látist hafa við tökur. Starf kvikmyndatökumanna sé langsamlega það hættulegasta sem til er í Hollywood. Varð fyrir flutnignalest á fullri ferð Kemur fram í frétt Deadline að kvikmyndatökumenn séu yfirleitt mjög nærri því sem á sér stað við tökurnar. Oftar en ekki sé ekkert nema myndavélin á milli þeirra og bíla eða á fullri ferð, svo dæmi séu nefnd. Í frétt Deadline er birtur langur listi af kvikmyndatökumönnum sem hafa látist á tökustöðum við gerð kvikmynda eða þátta. Verið var að æfa atriði í þessari kirkju þegar Baldwin hleypti skoti úr byssu sem hann vissi ekki að væri hlaðin.AP/roberto E. Rosales Er andlát hinnar 27 ára gömlu Sara Jones árið 2014 nefnt sem sérstaklega dæmi. Hún starfaði sem aðstoðarmaður kvikmyndatöku við gerð myndarinnar Midnight Rider. Hún lést er hún varð fyrir flutningalest á fullri ferð. Hætt var við gerð myndarinnar og að lokum fór það svo að leikstjóri hennar, Randall Miller, var dæmdur í árs fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Eftir dauðsfall Söru varð til hreyfing sem ber nafnið Safety for Sarah, en hreyfingin berst fyrir auknu öryggi á tökustöðum. Spjótin beinast að aðstoðarleikstjóranum Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að í máli Hutchins beinist öll spjót að aðstoðarleikstjóranum Dave Halls. Hann rétti Baldwin umrædda byssu. Kvartað hafði verið undan honum á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. Þegar atvikið átti sér stað höfðu tökumenn og aðrir á setti lagt niður störf, nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Vitnisburðir leikstjóra og myndatökumanns varpa ljósi á atburðarásina Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar Rust þegar skot reið af með þeim afleiðingum að tökustjórinn Halyna Hutchins lést. 25. október 2021 08:03 Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir „Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag. 24. október 2021 23:53 Öll spjót beinast að aðstoðarleikstjóranum í máli Baldwin Kvartað hafði verið undan Dave Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvikmyndastjóra til bana með, á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. 24. október 2021 18:11 Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Sem kunnugt er lést Hutchins í síðustu viku. Fjölmiðlar hafa greint frá því að Baldwin hafi verið að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar þegar skot reið af með þeim afleiðingum að Hutchins lést. Áður hefur verið greint frá því að viðstöddum hafði verið tilkynnt að byssan væri „köld“, það er að segja óhlaðin og þar með hættulaus, þegar harmleikurinn átti sér stað. Þetta staðfesti leikstjóri kvikmyndarinnar, Joel Souza í skýrslutöku hjá lögreglu. Hann slasaðist einnig í atvikinu. Í úttekt Deadline kemur fram að fjórir kvikmyndatökumenn hafi látist við tökur í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár, tvöfalt fleiri en tala áhættuleikara sem látist hafa við tökur. Starf kvikmyndatökumanna sé langsamlega það hættulegasta sem til er í Hollywood. Varð fyrir flutnignalest á fullri ferð Kemur fram í frétt Deadline að kvikmyndatökumenn séu yfirleitt mjög nærri því sem á sér stað við tökurnar. Oftar en ekki sé ekkert nema myndavélin á milli þeirra og bíla eða á fullri ferð, svo dæmi séu nefnd. Í frétt Deadline er birtur langur listi af kvikmyndatökumönnum sem hafa látist á tökustöðum við gerð kvikmynda eða þátta. Verið var að æfa atriði í þessari kirkju þegar Baldwin hleypti skoti úr byssu sem hann vissi ekki að væri hlaðin.AP/roberto E. Rosales Er andlát hinnar 27 ára gömlu Sara Jones árið 2014 nefnt sem sérstaklega dæmi. Hún starfaði sem aðstoðarmaður kvikmyndatöku við gerð myndarinnar Midnight Rider. Hún lést er hún varð fyrir flutningalest á fullri ferð. Hætt var við gerð myndarinnar og að lokum fór það svo að leikstjóri hennar, Randall Miller, var dæmdur í árs fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Eftir dauðsfall Söru varð til hreyfing sem ber nafnið Safety for Sarah, en hreyfingin berst fyrir auknu öryggi á tökustöðum. Spjótin beinast að aðstoðarleikstjóranum Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að í máli Hutchins beinist öll spjót að aðstoðarleikstjóranum Dave Halls. Hann rétti Baldwin umrædda byssu. Kvartað hafði verið undan honum á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. Þegar atvikið átti sér stað höfðu tökumenn og aðrir á setti lagt niður störf, nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum.
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Vitnisburðir leikstjóra og myndatökumanns varpa ljósi á atburðarásina Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar Rust þegar skot reið af með þeim afleiðingum að tökustjórinn Halyna Hutchins lést. 25. október 2021 08:03 Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir „Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag. 24. október 2021 23:53 Öll spjót beinast að aðstoðarleikstjóranum í máli Baldwin Kvartað hafði verið undan Dave Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvikmyndastjóra til bana með, á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. 24. október 2021 18:11 Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Vitnisburðir leikstjóra og myndatökumanns varpa ljósi á atburðarásina Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar Rust þegar skot reið af með þeim afleiðingum að tökustjórinn Halyna Hutchins lést. 25. október 2021 08:03
Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir „Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag. 24. október 2021 23:53
Öll spjót beinast að aðstoðarleikstjóranum í máli Baldwin Kvartað hafði verið undan Dave Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvikmyndastjóra til bana með, á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. 24. október 2021 18:11
Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58