Erlent

Öll spjót beinast að að­stoðar­leik­stjóranum í máli Baldwin

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Verið var að æfa atriði í þessari kirkju þegar Baldwin hleypti skoti úr byssu sem hann vissi ekki að væri hlaðin einu púðurskoti.
Verið var að æfa atriði í þessari kirkju þegar Baldwin hleypti skoti úr byssu sem hann vissi ekki að væri hlaðin einu púðurskoti. AP/roberto E. Rosales

Kvartað hafði verið undan Dave Halls, að­stoðar­leik­stjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvik­mynda­stjóra til bana með, á öðru töku­setti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggis­reglum. Hann til­kynnti Baldwin að byssan væri ó­hlaðin þegar hann rétti honum hana.

Þegar at­vikið átti sér stað höfðu töku­menn og aðrir á setti lagt niður störf, nokkrum klukku­stundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggis­ráð­stöfunum.

Tveir sem unnu náið með Dave Halls segja í sam­tali við frétta­stofu CNN að kvartað hafi verið undan honum á setti myndanna árið 2019 bæði vegna hegðunar hans og vegna þess að hann færi ekki eftir við­eig­andi reglum um öryggi. Þá var um að ræða öryggis­reglur vegna vopna og flug­elda á setti.

Annars vegar var um að ræða tökur á þáttunum Into the Dark en Halls van­rækti það þá að halda öryggis­fundi með starfs­fólki á töku­stað og hunsaði í­trekað skyldu sína um að til­kynna því um það þegar skot­vopn væri á staðnum.

Þegar Halls hélt síðan um­rædda öryggis­fundi voru þeir stuttir þar sem hann til­kynnti öllum að hefð­bundin skot­vopn, sem væru oft notuð við kvik­mynda­tökur yrðu notuð þann daginn. Hann á þá oft að hafa kvartað yfir því að þessa fundi þyrfti sí­fellt að halda.

Einnig var kvartað undan hegðun Halls á settinu en flest starfs­fólkið á að hafa verið sam­mála um að snertingar hans á bak þeirra, mjaðmir og axlir væru ó­þægi­legar og ó­við­eig­andi.

Halls hefur ekki svarað fyrir­spurnum CNN um málið.


Tengdar fréttir

Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni

Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum.

Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd

Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist.

Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður

Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu.

Hinsta kveðja eigin­mannins: „Við söknum þín, Halyna!“

Matthew Hutchins, eiginmaður kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, sem lést af völdum voðaskots við kvikmyndatökur á fimmtudag, birti fyrr í dag á Instagram hjartnæmar myndir af þeim hjónum og syni þeirra með kveðjunni „Við söknum þín Halyna!“.

Öll í faginu taka slysaskotið til sín

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×